Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Þórarinn Eldjárn

Þórarinn Eldjárn

Þórarinn Eldjárn (fæddur 22. ágúst 1949 í Reykjavík) er íslenskt skáld og rithöfundur. Hann er þekktur fyrir ljóð sem leika sér með hið hefðbundna ljóðaform og hnyttnar ljóðabækur fyrir börn sem systir hans Sigrún Eldjárn myndskreytir oft.

Ævi

Foreldrar Þórarins eru Kristján Eldjárn, forseti Íslands 1968–1980, og Halldóra Ingólfsdóttir.

Þórarinn lærði bókmenntir og heimspeki við Háskólann í Lundi í Svíþjóð frá 1969–1972, íslensku við Háskóla Íslands 1972–1973, bókmenntir í Lundi 1973–1975 og lauk þaðan bakkalárprófi vorið 1975. Þórarinn var búsettur í Stokkhólmi á árunum 1975–79. Frá árinu 1975 hefur hann starfað sem rithöfundur og þýðandi og hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna og skáldsagna. Auk þess hefur hann þýtt mikið úr Norðurlandamálum og ensku, meðal annars rit eftir Göran Tunström, Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll, og leikrit eftir William Shakespeare.

Þórarinn hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur fyrir börn í samstarfi við systur sína, myndlistarkonuna Sigrúnu Eldjárn, og hafa þær hlotið fjölmargar viðurkenningar. Verk eftir Þórarin hafa verið þýdd á Norðurlandamál og skáldsaga hans, Brotahöfuð á fleiri mál.

Þjóðþekkt er ljóðið „Á íslensku má alltaf finna svar“ sem Þórarinn skrifaði fyrir íslenskuátak Mjólkursamsölunnar árið 1994.

Hann var útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008.[1]

Þórarinn Eldjárn er kvæntur Unni Ólafsdóttur veðurfræðingi. Synir þeirra: Kristján Eldjárn gítarleikari (1972-2002), Ólafur Eldjárn (1975-1998), Úlfur Eldjárn tónskáld, Ari Eldjárn uppistandari og Halldór Eldjárn raftónlistarmanður í sveitinni Sykri.

Verk Þórarins

  • 1974 – Kvæði
  • 1978 – Disneyrímur
  • 1979 – Erindi
  • 1981 – Gleymmérei. Meðhöfundur Sigrún Eldjárn
  • 1981 – Ofsögum sagt
  • 1982 – Jólasveinaheimilið: vettvangskönnun. Meðhöfundur Brian Pilkington
  • 1983 – Kyrr Kjör
  • 1984 – Ydd
  • 1985 – Margsaga
  • 1988 – Skuggabox
  • 1991 – Óðfluga
  • 1991 – Ort
  • 1991 – Hin háfleyga moldvarpa
  • 1992 – Ó fyrir framan
  • 1992 – Kvæði og sögur
  • 1992 – Heimskringla
  • 1994 – Ég man: 480 glefsur úr gamalli nútíð
  • 1996 – Gullregn úr ljóðum Þórarins Eldjárn
  • 1996 – Brotahöfuð
  • 1997 – Halastjarna
  • 1998 – Sérðu það sem ég sé
  • 2001 – Grannmeti og átvextir
  • 2001 – Síðasta rannsóknaræfingin og fleiri harmsögur
  • 2002 – Eins og vax
  • 2003 – Snorra saga
  • 2004 – Baróninn
  • 2005 – Hættir og mörk
  • 2006 – Á dýrabaki
  • 2007 – F

Þjóðhátíarljóð 2017

  • 2008 – Kvæðasafn
  • 2009 – Alltaf sama sagan
  • 2010 – Vísnafýsn
  • 2012 – Hér liggur skáld
  • 2014 – Tautar og taular
  • 2019 - Til í að vera ti
  • l
  • 2021 - Rím og roms
  • 2021 - Umfjöllun
  • 2022 - Allt og sumt
  • 2022 - Tættir þættir
  • 2023 - Hlustum frekar lágt

Þýðingar

  Þessi listi er ekki tæmandi. Þú getur hjálpað til með því að bæta við hann

Þýdd verk

Á esperanto

  • Opinskánandinn (La malkasxantino), smásaga, í La Tradukisto, dudekunua numero, 12. novembro 1995, í þýðingu esperantohópsins á Laugarvatni (Kristjáns Eiríkssonar, Hilmars Bragasonar og Óskars Ólafssonar).

Tengt efni

Tilvísanir

  1. „Þórarinn Eldjárn  – Forlagið“.
Kembali kehalaman sebelumnya