Þales |
---|
|
|
Fæddur | um 625 f.Kr.
|
---|
Svæði | Vestræn heimspeki |
---|
Tímabil | Fornaldarheimspeki |
---|
Skóli/hefð | Jónísk náttúruspeki |
---|
Helstu viðfangsefni | frumspeki, verufræði |
---|
Þales (á grísku: Θαλης) frá Míletos (u.þ.b. 625 f.Kr. – 543 f.Kr.) hann og fylgismenn hans voru nefndir Míletosmenn eftir bænum sem hann bjó í, bærinn er í Litlu Asíu við Miðjarðarhafið þar sem Tyrkland er nú. Hann er einn af forverum Sókratesar og er oftast talinn fyrstur grískra heimspekinga. Hann var einn af sjö spekingum Grikklands. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann fæddist eða lést, en hann spáði fyrir um sólmyrkva sem átti sér stað 585 f.Kr. svo hann var lifandi á 9. áratug 6. aldar f.Kr.
Þales komst að þeirri niðurstöðu að efnisheimurinn væri gerður úr einum grunnþætti og að sá grunnþáttur væri vatn. Miðað við sinn tíma var það byltingakenndur hugsanaháttur.
Tengt efni
Tenglar