Jón Sigurðsson biskup lét handtaka þrjá munka í Þykkvabæjarklaustri og setja í járn. Þeir höfðu ári áður meðal annars barið Þorlák Loftsson ábóta og hrakið hann á burt og orðið berir að saurlífi. Einn munkanna var líklega Eysteinn Ásgrímsson, höfundur Lilju, og var hann settur í hálsjárn.
Magnús Eiríksson sagði af sér sem konungur Noregs og Hákon 6. Magnússon var hylltur sem konungur. Hann var þó enn barn að aldri svo að í raun stjórnaði Magnús landinu áfram.