27. nóvember - Tvö skip fórust með allri áhöfn og farþegum. Annað þeirra var póstskipið Sölöven, sem fórst undan Svörtuloftum og hitt var Drei Annas, sem fórst undan Mýrum.
Tveir kaþólskir franskir prestar fengu leyfi til að þjóna frönskum sjómönnum sem voru að veiðum við Ísland.
Reglur settar um að danskir embættismenn skyldu standast íslenskupróf til að geta fengið stöðu á Íslandi.
Kosningarréttur var rýmkaður: Fengu þá flestir fullorðnir karlmenn kosningarrétt sem bjuggu á eigin heimili, borguðu skatta, áttu eignir eða höfðu lokið háskólaprófi. [1]