Afríkukeppni karla í knattspyrnu 2010 fór fram í Angóla 10. til 31. janúar 2010. Það 27. Afríkukeppnin og lauk með því að Egyptar urðu meistarar í sjöunda sinn.
Keppnislið
Auk heimamanna unnu fimmtán lið sér keppnisrétt á mótinu í forkeppni, sem jafnframt gegndi hlutverki forkeppni HM 2010 sem fram fór í Suður-Afríku síðar sama ár. Suður-Afríkumönnum mistókst að tryggja sér þátttökurétt á mótinu. Lið Tógó dró sig úr keppni eftir skotárás angólskra skæruliða á ferð sinni til keppni þar sem nokkrir úr landsliðshópnum létust.
Lið
Staða í undankeppni
Sæti á heimslista FIFA
Riðill
Alsír
Fyrsta sæti í C-riðli
26
A
Angóla
Gestgjafar (2. sæti í undanriðli)
95
A
Malaví
Þriðja sæti í E-riðli
99
A
Malí
Þriðja sæti í D-riðli
47
A
Búrkína Fasó
Annað sæti í E-riðli
49
B
Fílabeinsströndin
Fyrsta sæti í E-riðli
16
B
Ghana
Fyrsta sæti í D-riðli
34
B
Tógó
Þriðja sæti A-riðils
71
B
Benín
Annað sæti í D-riðli
59
C
Egyptaland
Annað sæti í C-riðli
24
C
Mósambík
Þriðja sæti í B-riðli
72
C
Nígería
Fyrsta sæti í B-riðli
22
C
Gabon
Annað sæti í A-riðli
48
D
Kamerún
Fyrsta sæti í A-riðli
11
D
Sambía
Þriðja sæti í C-riðli
84
D
Túnis
Annað sæti í B-riðli
53
D
Riðlakeppni
Tvö efstu lið hvers riðils komust áfram í átta-liða úrslit.
A riðill
Alsír komst áfram þrátt fyrir óhagstæðara markahlutfall þar sem innbyrðis viðureign þeirra og Malí lauk með sigri Alsír.
Gabon, Sambía og Kamerún voru öll með einn sigur og eitt tap í innbyrðis leikjum. Sambía var með markatöluna 4-4 í innbyrðis leikjum og varð því í efsta sæti, Kamerún var með 3-3 í innbyrðis leikjum og Gabon var með 2-2 í innbyrðis leikjum og komst því ekki áfram vegna ónógs fjölda marka.