Andrew William Mellon (24. mars 1855 — 27. ágúst 1937) var bandarískur iðnjöfur, bankamaður, mannvinur og listaunnandi. Hann var fjármálaráðherra Bandaríkjanna frá 4. mars 1921 til 12. febrúar 1932, sá eini sem gegndi embætti í forsetatíð þriggja forseta (Warren G. Harding, Calvin Coolidge og Herbert Hoover). Carnegie-Mellon háskólinn í Pittsburgh í Pennsylvaníu er nefndur eftir honum og Andrew Carnegie.