Bob Hope (fæddur Leslie Townes Hope þann 29. maí 1903, lést 27. júlí 2003) var bresk-bandarískur uppistandari, leikari, söngvari, dansari, íþróttamaður, og höfundur. Ferill hans stóð yfir í meira en 80 ár og var hann í meira en 70 kvikmyndum þar af 54 með honum í aðalhlutverki. Hann lauk ferli sínum árið 1997 og lést svo hundrað ára gamall að heimili sínu í Toluca Lake hverfinu í Los Angeles.