Camorra eru leynifélög af svipuðum toga og Ítalska mafían. Þau fyrstu voru stofnuð í Napólí á Ítalíu og héröðunum þar í kringum árið 1820. Camorra samtökin urðu mörg hver fljótlega áhrifamikil í stjórnmálum og síðar alræmd fyrir fjárkúgun og aðra glæpastarfsemi.
Uppruna samtakanna og nafn þeirra má rekja til veðmálaleiks sem kallaður var morra og mikið var spilaður í Napolí á þessum tíma en stjórnvöld bönnuðu leikinn ásamt öðrum veðmálum. Fljótlega fóru Camorra samtök að múta yfirvöldum til að láta veðmálaleikinn í friði og seldu síðan öðrum vernd fyrir lögreglunni.
Sjá nánar