Columbia er samansett af tuttugu 512 örgjörvaSGI Altix 3700 BX2 vélum eða samtals 10.240 örgjörvum.
Hún keyrir eina ræsimynd af Linux kjarnanum en aldrei áður hefur jafn mörgum örgjörvum verið stjórnað af einu Linux kerfi (Kalpana tölva NASA átti fyrra metið með 512 örgjörva). Innbyrðis eru vélarnar tengdar saman með Voltaire InfiniBandISR 9288 288 tengla skipti (e. switch) sem hefur allt upp í 1.024 megabæta færslugetu á sekúndu.
Samanlagt vinnsluminni hennar er 20.480 terabæt, og geymslupláss hennar 440 terabæt en gögn eru geymd á SGI InfiniteStorage vélum sem tengd eru við hana.