Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Dulspeki

Helena Blavatsky stofnaði guðspekihreyfinguna árið 1875 og kom dulspeki á kortið í Bandaríkjunum.

Dulspeki er hugmynda- eða fræðikerfi um fyrirbæri sem virðast ekki vera skýranleg nema á yfirnáttúrlegan hátt.

Dulspeki var vinsæl á seinni hluta 19. aldar þegar fólk fór að hafa meiri áhuga á hinu yfirnáttúrulega og trúarhreyfingar á borð við spíritisma og guðspeki komu fram. Á Íslandi voru nokkur dulspekifélög stofnuð: Tilraunafélagið 1905, Guðspekifélagið 1912, og Sálarrannsóknafélagið 1918. Rithöfundurinn Einar H. Kvaran var mikill spíritisti og átti sinn þátt í að breiða út dulspeki hérlendis.

Frá 1970–2000 voru nýaldarhreyfingar (New Age) vinsælar í Bretlandi og Bandaríkjunum, sem trúðu á mátt andans.

Nýaldarhópur hittist hér í Bosníu 2007.
Kembali kehalaman sebelumnya