Edvard Christian Johannes Eriksen (10. mars 1876, Kaupmannahöfn – 12. janúar 1959 smst.) var danskur myndhöggvari, og er hans einkum minnst fyrir Litlu hafmeyjuna. Hann bjó við Fuglebakkevej í Friðriksbergi. Móðir hans var íslensk, Svanfríður Torfadóttir frá Brekku í Langadal við Djúp.
Hann lauk prófi frá danska listaháskólanum 1899 og sló nokkuð í gegn 5 árum síðar með verkinu Haabet (Vonin), en fyrir það verk hlaut hann hin árlegu dönsku verðlaun listaakademíunnar.