Leðurblökur eru einasta spendýr sem getur flogið á láréttan hátt en til eru nokkur dýr sem geta svifið á milli trjáa og sum þeirra geta flogið í nokkuð hundruð metra. Flugfroskar og flugeðlur fljúga sömuleiðis aðeins stuttan spöl. Hins vegar fljúga flugfiskar með uggunum sem gegna hlutverki vængja.
Flestir fuglar kunna að fljúga en það eru nokkrar undantekningar. Stærstu fuglarnir, strútar og emúar, geta ekki flogið. Mörgæsir nota vængina til að synda í sjónum og til þess nota þær sömu hreyfingar og flestir fuglar nota í flugi. Langflestir litlir fuglar sem fljúga ekki lifa á smáeyjum þar sem það að geta flogið skiptir ekki miklu máli.