Fáni Máritíus samanstendur af fjórum jafnlöngum og breiðum lágréttum borðum í litunum rauður, blár, gulur og grænn.
Rautt stendur fyrir blóð sem var úthellt í sjálfstæðisbaráttunni þótt raunar ekki hafi verið háð neitt stríð. Blár táknar Indlandshaf sem umlykur eyjuna.
Gulur stendur fyrir ljós sjálfstæðis sem yfir Máritíus skín. Grænn stendur fyrir góða veðrið og búsældina í landinu.
Fáninn tók gildi 12. mars 1968, sama dag og landið fékk formlega sjálfstæði frá Bretlandi.
Aðrir fánar Máritíus
viðskiptafáni
þjónustufáni
sjóhersfáni
Sögulegir fánar fyrir 1968 (undir breskri stjórn)
Áður en landið hlaut sjálfstæði hafði Máritíus milli 1903 og 1968 eftirfarandi fána: