Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Fáni Tékklands

Fáni Tékklands

Fáni Tékklands samanstendur af þremur reitum. Efst er hvítt, neðst er rautt, en frá vinstri sker sig blár þríhyrningur inn í hina litina. Slíkt er einsdæmi hjá fánum í Evrópu. Rauði og hvíti liturinn eru komnir úr skjaldarmerki Bæheims, en blái liturinn er upprunni í Slóvakíu. Fáninn var tekinn í notkun 30. mars 1920 og gilti fyrir Tékkóslóvakíu. Þegar Þjóðverjar innlimuðu Bæheim 1939 var notast við annan fána, en sá gamli var tekinn í notkun á ný eftir Síðari heimsstyrjöldina 1945. Þegar Tékkóslóvakía klofnaði í sundur 1993 var ákveðið að halda fánanum óbreyttum í Tékklandi. Litirnir eru auk þess gjarnan notaðir í fánum slavneskra landa (til dæmis Rússlandi).

Kembali kehalaman sebelumnya