Galílea (lat. Galileia) er landsvæði norðarlega í Ísrael milli Líbanon, Karmel-fjalls og Tiberias-hafsins með hinni frjósömu Jizreel-sléttu. Heitið á sér uppruna að því helst er talið í hebreska orðinu galil sem merkir hringur.
Hebreski sagnaritarinn Josefus skipti landinu í Efri-Galíleu, með háum fjöllum, sumum meira en þúsund metra háum, og Neðri-Galíleu sem er svæðið umhverfis Genesaret-hafið, u.þ.b. 180 metrum undir yfirborði sjáfar. Þar má finna frjósöm héruð.[1]
Í Galíleu eru ýmsir bæir og borgir þekktir úr Biblíunni svo sem Nasaret, Kana, Nain, Kapernaum og Tiberias. Íbúarnir voru á biblíutímanum blanda af gyðingum og fjölgyðistrúarmönnum. Þannig voru Jesús og margir af lærisveinum hans frá Galíleu.
Tilvísanir
↑Peter Walker: I Jesu fotspor (s. 65-6), forlaget Hermon, Skjetten 2010, ISBN 978-82-302-0768-0