Gunnar Helgason (f. 24. nóvember 1965) er íslenskur leikari, leikstjóri, og barnabókahöfundur.[1]
Gunnar er fæddur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991.[1] Hann sá um barnaþáttinn Stundina okkar ásamt Felix Bergssyni árin 1994–1996. Barnaplötur Gunna og Felix voru vinsælar, og hafa þeir troðið upp á fjölskylduhátíðinni Neistaflugi flest ár frá 1999.[2]
Gunnar lék hlutverk í stórmyndinni The Secret Life of Walter Mitty frá 2013 á móti Ben Stiller.
Árið 2015 hlaut Gunnar Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Mömmu klikk![1] Árið 2018 var kvikmynd gerð upp úr barnabók hans, Víti í Vestmannaeyjum.