Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Gunnar Þ. Andersen

Gunnar Þorvaldur Andersen (9. ágúst 1948) var forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann starfaði hjá Landsbanka Íslands frá 1991 til 2003, síðast sem framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs. Þar áður starfaði hann meðal annars sem stjórnandi hjá Helly-Hansen í Noregi og Pepsi Cola Company í Bandaríkjunum og sem fjárfestingarfulltrúi í fjárreiðudeild Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem hann hafði umsjón með fjárfestingum lífeyrissjóðs Sameinuðu þjóðanna. Gunnar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Minnesota og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kembali kehalaman sebelumnya