Háskólinn í Manchester (enska: University of Manchester) er opinber rannsóknaháskóli staðsettur í Manchester í Norður-Englandi. Hann er meðlimur í Russell-hópnum hágæðisháskóla. Háskólinn var stofnaður árið 2004 þegar Victoria University of Manchester (kallaður háskólinn í Manchester í daglegu tali) og UMIST (University of Manchester Institute of Science and Technology) voru leystir upp og einn nýr háskóli var stofnaður í stað þeirra þann 1. október sama ár. Victoria University of Manchester var stofnaður árið 1824.
Árið 2007–08 stunduðu yfir 40.000 stúdentar nám við háskólann í Manchester í 500 námskeiðum. Um það bil 10.000 starfsmenn vinna í háskólanum. Þess vegna er hann sá stærsti háskóli í Bretlandi á einu háskólalóði. Fleiri umsóknir eru sendar til háskólans í Manchester en til allra annarra háskóla í Bretlandi, sama ár voru yfir 60.000 umsóknir um grunnnám sendar inn. Árið 2007 voru tekjur háskólans 637 milljónir breskra punda.