Héctor Rivadavia Gomez (f. 17. júlí 1880 – d. 25. júlí 1931) var úrgvæskur blaðamaður, stjórnmálamaður og íþróttafrömuður. Hann var aðalhvatamaður að stofnun CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku og fyrsti forseti þess.
Ferill og störf
Rivadavia Gómez var afkastamikill blaðamaður og ritstjóri ýmissa dagblaða í Úrúgvæ snemma á 20. öld. Hann var meðal forystumanna í Colorado-stjórnmálaflokknum og gegndi fyrir hann trúnaðarstörfum. Hann var einnig um skeið yfirmaður póstmála í landinu.
Auk stjórnmálaþátttökunnar var Rivadavia Gómez mikill knattspyrnuáhugamaður og stýrði bæði knattspyrnusambandi þjóðar sinnar og félagsliðinu Montevideo Wanderers, sem var í hópi sigursælli félaga í árdaga úrgvæsku meistarakeppninnar. Hann reifaði fyrstur manna að talið er þá hugmynd að koma á laggirnar Suður-Ameríkukeppni landsliða. Fyrsta slíka keppnin var haldin í Argentínu árið 1916 í tilefni af hundrað ára byltingarafmæli landsins. Mótið var haldið dagana 2.-17. júlí í Buenos Aires í tengslum við keppnina hittust forkólfar knattspyrnusambanda Úrúgvæ, Argentínu, Brasilíu og Síle og samþykktu þann 9. júlí að stofna álfusamband, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Rivadavia Gómez var kjörinn fyrsti forseti Suður-Ameríkusambandsins CONMEBOL og gegndi því embætti til 1936.
Heimildir