Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Héctor Rivadavia Gómez

Héctor Rivadavia Gómez
Fæddur1880
Dáinn1931
ÞjóðerniÚrgvæskur
StörfÍþróttaforkólfur
Þekktur fyrirstofnandi og forseti CONMEBOL

Héctor Rivadavia Gomez (f. 17. júlí 1880 – d. 25. júlí 1931) var úrgvæskur blaðamaður, stjórnmálamaður og íþróttafrömuður. Hann var aðalhvatamaður að stofnun CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku og fyrsti forseti þess.

Ferill og störf

Rivadavia Gómez var afkastamikill blaðamaður og ritstjóri ýmissa dagblaða í Úrúgvæ snemma á 20. öld. Hann var meðal forystumanna í Colorado-stjórnmálaflokknum og gegndi fyrir hann trúnaðarstörfum. Hann var einnig um skeið yfirmaður póstmála í landinu.

Auk stjórnmálaþátttökunnar var Rivadavia Gómez mikill knattspyrnuáhugamaður og stýrði bæði knattspyrnusambandi þjóðar sinnar og félagsliðinu Montevideo Wanderers, sem var í hópi sigursælli félaga í árdaga úrgvæsku meistarakeppninnar. Hann reifaði fyrstur manna að talið er þá hugmynd að koma á laggirnar Suður-Ameríkukeppni landsliða. Fyrsta slíka keppnin var haldin í Argentínu árið 1916 í tilefni af hundrað ára byltingarafmæli landsins. Mótið var haldið dagana 2.-17. júlí í Buenos Aires í tengslum við keppnina hittust forkólfar knattspyrnusambanda Úrúgvæ, Argentínu, Brasilíu og Síle og samþykktu þann 9. júlí að stofna álfusamband, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Rivadavia Gómez var kjörinn fyrsti forseti Suður-Ameríkusambandsins CONMEBOL og gegndi því embætti til 1936.

Heimildir

Kembali kehalaman sebelumnya