George bjó í Kaliforníu í San Francisco um miðja 19. öldina og varð vitni að því að verð á jörðum í kringum borgina jókst í takt við fólksfjöldann eftir því sem borgarmörkin þöndust út. Hann hafði einnig tekið eftir því að þegar járnbrautateinar voru lagðir yfir Bandaríkin þver og endilöng jókst verð landsins sem leggja átti teinana yfir. Honum þótti þetta óréttlátt, að menn fengju að njóta góðs af einhverju sem þeir hefðu í sjálfu sér ekki unnið til. Því lagði hann til að lagður yrði jarðrentuskattur á hagnað af sölu gæða jarðarinnar sem yrði svo dreift jafnt til allra þegna. Afleggja mætti alla aðra skatta og yrði ríkið fjármagnað með þessum hætti.