Hestsannáll er annáll eftir Benedikt Pétursson prest á Hestþingi í Borgarfirði. Annállinn nær yfir árin frá 1665-1718.
dæmi;
1697 Hestsannáll: Var vetur góður öndverður, frostasamur og harður ofanverður. Sami ís var þá á Hvítá hér í Borgarfirði frá Marteinsmessu til sumars hið neðra; lagði þá Hvítá nær undir bæinn Refsstaði, en var riðin á ís í Háafellsnes. Þessi vetur var af mörgum kallaður Vatnsleysuvetur, því að vatn þraut fyrir frostum víða um sveitir; höfðu margir þar af þungar þrautir. ... Skiptapi varð í Mýrdal austur með 15 mönnum, annar undir Eyjafjöllum, þriðji á Eyrarbakka með 4 mönnum. ... Árferði var gott til lands og sjóar fyrir austan. ... Manndauði af hungri og vesöld um norðursveitir og vestur um Steingrímsfjörð og Trékyllisvík; lágu ísar á ám og vötnum, einkum vestanlands, allt til fardaga. Um vorið skiptapi á Akranesi, týndust 5 menn, fóru úr kaupstað... . ... Sumarið var gott, en grasvöxtur lítill. Árferði gott fyrir austan. Skiptapi varð á Seltjarnarnesi, týndust menn þrír... . ... Haustið gerðist kalt og snjóasamt. Voru ár á ísi gengnar fyrir Mikalesmessu. ... Skiptapi varð undir Jökli að Keflavík, með 8 mönnum, á Völlum [Brimilsvöllum] annar með 6 mönnum.