Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

ISO 4217

ISO 4217 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir þriggja stafa kóða gjaldmiðla og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlastofnuninni.

ISO 4217 kóðar eru í almennri notkun af bönkum og kaupsýslu yfir allan heim. Í mörgum löndum eru kóðar algengra gjaldmiðla það vel þekktir að þegar gengi þeirra er birt, í blöðum og af bönkum, er einungis notast við þessa kóða (í stað þess að þýða nöfn þeirra eða notast við tvíræð gjaldeyrismerki).

Skilgreining

Fyrstu tveir stafir kóðans eru tveir stafir ISO 3166-1 (alpha-2) landsnúmeranna, og sá þriðji er yfirleitt fyrsti stafur gjaldmiðilsins sjálfs. Þannig að gjaldmiðilskóði Japans er, til dæmis, JPY — þar sem JP stendur fyrir Japan og Y fyrir jen (enska: yen). Þetta kemur í veg fyrir vandamál sem stafar af því að nöfnin dollar, franki og pund eru notuð af tugum landa, og hafa oft gríðarlega misjöfn verðgildi. Einnig, ef að gjaldmiðill er endurmetinn, er síðasta staf gjaldmiðilskóðanum breytt til að greina hann frá gamla gjaldmiðlinum. Í sumum tilfellum notast þriðji stafurinn við fyrsti stafinn í orðinu „nýr“ í tungumáli þess lands sem að gjaldmiðillinn heyrir til. Sem dæmi um þetta er Mexíkanski pesetinn (MXN) og Tyrkneska líran (TRY).

Einnig skilgreinir þessi staðall þriggja tölustafa talnakóða fyrir hvern gjaldmiðil, á sama veg og til er þriggja stafa talnakóði fyrir hvert land sem hluti af ISO 3166.

ISO 4217 inniheldur ekki engöngu kóða fyrir gjaldmiðla, heldur einnig verðmæta málma (gull, silfur, palladín og platína; mælt samkvæmt troyesúnsu einingum) og aðrar einingar, eins og til dæmis Sérstök dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (XDR). Einnig eru sérstakir kóðar úthlutaðir fyrir prófanir (XTS), og til að gefa til kynna að engin gjaldmiðilsfærsla hafi átt stað (XXX). Þessi tákn byrja öll á stafinum „X“. Verðmætir málmar notast við „X“ ásamt efnatákni málmsins; silfur er sem dæmi XAG. ISO 3166 úthlutar aldrei landakóða sem byrja á „X“ og er þess vegna óhætt að nota þann staf fyrir gjaldmiðla sem ekki eru tengdir ákveðnum löndum.

Yfirþjóðlegir gjaldmiðlar, eins og til dæmis Austurkarabískur dalur, Pólýnesískur franki, Vesturafrískur franki og Miðafrískur franki eru yfirleitt einnig úthlutað kóðum sem byrja á „X“. Evran er undantekning á þessu og notast við kóðann EUR, þó að EU sé ekki ISO 3166-1 landakóði, var það notað þrátt fyrir það, og því EU bætt inn á ISO 3166-1 hliðarlista til að standa fyrir Evrópusambandið. Undanfari evrunar, Evrópska mynteiningin, hafði kóðann XEU.

Saga

Árið 1973 ákvað Tækninefnd ISO Númer 68 að þróa kóða sem framsetningu á gjaldmiðlum og sjóðum sem notaðir væru í verslun, viðskiptum, og bankastarfsemi. Við 17. fund sérfræðinga Evrópsku Efnahagsnefnd Sameinuðuþjóðanna (Febrúar 1978) var ákveðið að þessir þriggja stafa kóðar, sem skilgreindir voru samkvæmt ISO 4217, væru hæfilegir til notkunar í alþjóðlegum viðskiptum.

Með tíð og tíma verða nýjir gjaldmiðlar til og gömlir gjaldmiðlar lagðir niður. Yfirleitt eru þessar breytingar sökum nýrra ríkistjórna (hvort sem er í gegnum stríð eða nýja stjórnarskrá), milliríkjasamninga um nýjan gjaldmiðil, eða gengisbreytingu sökum of mikillar verðbólgu. Sökum þess er kóðalistinn uppfærður öðru hvoru og er Breska Staðlastofnunin ábyrg fyrir að viðhaldi á honum.

Núgildandi kóðar

Kóði Gjaldmiðill Staðsetning
AED Arabískt dírham Sameinuðu arabísku furstadæmin
AFN Afgani Afganistan
ALL Lek Albanía
AMD Dramm Armenía
ANG Hollenskt Antillugyllini Hollensku Antillaeyjar
AOA Kvansa Angóla
ARS Argentínskur pesi Argentína
AUD Ástralskur dalur Ástralía
AWG Arúbönsk flórína Arúba
AZN Aserskt manat Aserbaídsjan
BAM Bosnískt mark Bosnía og Hersegóvína
BBD Barbadoskur dalur Barbados
BDT Taka Bangladess
BGN Lef Búlgaría
BHD Breinskur denari Barein
BIF Búrúndískur franki Búrúndí
BMD Bermúdadalur Bermúda
BND Brúneiskur dalur Brúnei
BOB Bólivíani Bólivía
BOV Bólivískt Mvdol (Fjármunakóði) Bólivía
BRL Brasilískt ríal Brasilía
BSD Bahamskur dalur Bahamaeyjar
BTN Ngultrum Bútan
BWP Púla Botsvana
BYR Hvítrússnesk rúbla Hvíta-Rússland
BZD Belískur dalur Belís
CAD Kanadískur dalur Kanada
CDF Kongóskur franki Kongó
CHF Svissneskur franki Sviss
CLF Unidades de formento (Fjármunakóði) Chile
CLP Síleskur pesi Chile
CNY Júan Kína
COP Kólumbískur pesi Kólumbía
COU Unidad de Valor Real Kólumbía
CRC Kostarískt kólon Kosta Ríka
CUP Kúbverskur pesi Kúba
CVE Grænhöfðeyskur skúti Grænhöfðaeyjar
CZK Tékknesk króna Tékkland
DJF Djíbútískur franki Djíbútí
DKK Dönsk króna Danmörk og Færeyjar
DOP Dóminískur pesi Dóminíska lýðveldið
DZD Alsírskur denari Alsír
EGP Egypskt pund Egyptaland
ERN Nakfa Erítrea
ETB Eþíópískt birr Eþíópía
EUR Evra Andorra, Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Franska Gvæjana, Frönsku suðlægu landsvæðin, Grikkland, Guadeloupe, Holland, Króatía, Írland, Ítalía, Lettland, Lúxemborg, Malta, Martiník, Mayotte, Mónakó, Páfagarður, Portúgal, Réunion, Sankti Pierre og Miquelon, San Marínó, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Svartfjallaland, Þýskaland
FJD Fídjeyskur dalur Fídjieyjar
FKP Falklenskt pund Falklandseyjar
GBP Sterlingspund Stóra Bretland
GEL Lari Georgía
GHS Sedi Gana
GIP Gíbraltarspund Gíbraltar
GMD Dalasi Gambía
GNF Gíneufranki Gínea
GTQ Kvesal Gvatemala
GYD Gvæjanskur dalur Gvæjana
HKD Hong Kong dalur Hong Kong
HNL Lempíra Hondúras
HTG Haítískur gúrdi Haítí
HUF Fórinta Ungverjaland
IDR Indónesísk rúpía Indónesía
ILS Sikill Ísrael
INR Indversk rúpía Bútan, Indland
IQD Íraskur denari Írak
IRR Íranskt ríal Íran
ISK Íslensk króna Ísland
JMD Jamaískur dalur Jamaíka
JOD Jórdanskur denari Jórdanía
JPY Jen Japan
KES Kenískur skildingur Kenía
KGS Som Kirgistan
KHR Kambódískt ríal Kambódía
KMF Kómoreyskur franki Kómoreyjar
KPW Norðurkóreskt vonn Norður-Kórea
KRW Suðurkóreskt vonn Suður-Kórea
KWD Kúveitskur denari Kúveit
KYD Caymaneyskur dalur Caymaneyjar
KZT Tengi Kasakstan
LAK Kip Laos
LBP Líbanskt pund Líbanon
LKR Srílönsk rúpía Srí Lanka
LRD Líberskur dalur Líbería
LSL Loti Lesótó
LTL Litháenskt lít Litháen
LYD Líbískur denari Líbía
MAD Marokkóskt dírham Marokkó, Vestur-Sahara
MDL Moldavískt lei Moldóva
MGA Malagasy Ariary Madagaskar
MKD Makedónískur denari Makedónía
MMK Kíat Mjanmar
MNT Túríkur Mongólía
MOP Pataka Makaó
MRO Úgía Máritanía
MUR Máritísk rúpía Máritíus
MVR Maldíveysk rúpía Maldíveyjar
MWK Malavísk kvaka Malaví
MXN Mexikóskur pesi Mexíkó
MXV Mexíkóskt Unidad de Inversion (Fjármunakóði) Mexíkó
MYR Ringit Malasía
MZN Metikal Mósambík
NAD Namibískur dalur Namibía
NGN Næra Nígería
NIO Kordóva Níkaragva
NOK Norsk króna Noregur
NPR Nepölsk rúpía Nepal
NZD Nýsjálenskur dalur Cooks-eyjar, Nýja-Sjáland, Niue, Pitcairn, Tókelá
OMR Ómanskt ríal Óman
PAB Balbói Panama
PEN Sól Perú
PGK Kína Papúa Nýja-Gínea
PHP Filippeyskur pesi Filippseyjar
PKR Pakistönsk rúpía Pakistan
PLN Slot Pólland
PYG Gvaraní Paragvæ
QAR Katarskt ríal Katar
RON Rúmenskt lei Rúmenía
RSD Serbískur denari Serbía
RUB Rússnesk rúbla Rússland
RWF Rúandskur franki Rúanda
SAR Sádíarabískt ríal Sádí-Arabía
SBD Salómoneyskur dalur Salómonseyjar
SCR Seychelleseyjarúpía Seychelleseyjar
SDP Súdanskt pund Súdan
SEK Sænsk króna Svíþjóð
SGD Singapúrskur dalur Singapúr
SHP Helenskt pund Sankti Helena
SLL Ljóna Síerra Leóne
SOS Sómalískur skildingur Sómalía
SRD Súrínamskur dalur Súrínam
SSP Sydsúdanskt pund Sydsúdan
STD Dóbra Saó Tóme og Prinsípe
SYP Sýrlenskt pund Sýrland
SZL Lílangeni Svasíland
THB Bat Taíland
TJS Sómóni Tadsjikistan
TMM Túrkmenistískt manat Túrkmenistan
TND Túniskur denari Túnis
TOP Panga Tonga
TRY Tyrknesk líra Tyrkland
TTD Trínidad og Tóbagó dalur Trínidad og Tóbagó
TWD Taívanskur dalur Taívan
TZS Tansanískur skildingur Tansanía
UAH Úkraínsk hrinja Úkraína
UGX Úgandskur skildingur Úganda
USD Bandarískur dalur Austur-Tímor, Bandaríkin, Bandaríska Samóa, Bresku Indlandshafseyjar, Ekvador, El Salvador, Gvam, Haítí, Jómfrúaeyjar, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Norður-Maríanaeyjar, Palá, Panama, Turks- og Caicoseyjar, Vestur-Samóa
UYU Úrúgvæskur pesi Úrúgvæ
UZS Úsbekistískt súm Úsbekistan
VES Bólívari Venesúela
VND Dong Víetnam
VUV Vatú Vanúatú
WST Tala Samóa
XAF Miðafrískur franki Gabon, Kamerún, Kongó, Mið-Afríkulýðveldið, Miðbaugs-Gínea, Tsjad
XAG Silfur Ein troyesúnsa
XAU Gull Ein troyesúnsa
XBA Evrópsk samsett eining (EURCO) Skuldabréfamarkaðseining
XBB Evrópsk gjaldmiðilseining (EMU-6) Skuldabréfamarkaðseining
XBC Evrópsk reikningseining 9 (EUA-9) Skuldabréfamarkaðseining
XBD Evrópsk reikningseining 17 (EUA-17) Skuldabréfamarkaðseining
XCD Austurkarabískur dalur Angvilla, Antígva og Barbúda, Dóminíka, Grenada, Montserrat, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
XDR Sérstök dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
XFO Gullfranki Sérstakur greiðslugjaldmiðill
XFU Franki Alþjóðasamtaka járnbrautarlesta Sérstakur greiðslugjaldmiðill
XOF Vesturafrískur franki Benín, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndin, Gínea-Bissá, Malí, Níger, Senegal, Tógó
XPD Palladín Ein troyesúnsa
XPF Pólýnesískur franki Franska Pólýnesía, Nýja-Kaledónía, Wallis- og Fútúnaeyjar
XPT Platína Ein troyesúnsa
XTS Frátekinn prufukóði
XXX Enginn gjaldmiðill
YER Jemenskt ríal Jemen
ZAR Suðurafrískt rand Lesótó, Namibía, Suður-Afríka
ZMW Sambísk kvaka Sambía
ZWL Simbabveskur dalur Simbabve
Kembali kehalaman sebelumnya