Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Juho Kusti Paasikivi

Juho Kusti Paasikivi
Paasikivi árið 1945.
Forseti Finnlands
Í embætti
11. mars 1946 – 1. mars 1956
ForsætisráðherraMauno Pekkala
Karl-August Fagerholm
Urho Kekkonen
Sakari Tuomioja
Ralf Törngren
ForveriC. G. E. Mannerheim
EftirmaðurUrho Kekkonen
Forsætisráðherra Finnlands
Í embætti
17. nóvember 1944 – 9. mars 1946
ForsetiCarl Gustaf Emil Mannerheim
ForveriUrho Castrén
EftirmaðurMauno Pekkala
Í embætti
27. maí 1918 – 27. nóvember 1918
ForveriPehr Evind Svinhufvud
EftirmaðurLauri Ingman
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. nóvember 1870
Koski Hl, Stórfurstadæminu Finnlandi, rússneska keisaradæminu
Látinn14. desember 1956 (86 ára) Helsinki, Finnlandi
ÞjóðerniFinnskur
StjórnmálaflokkurSamstöðuflokkurinn
MakiAnna Matilda Forsman (látin)
Allina (Alli) Valve
Börn4
Undirskrift

Juho Kusti Paasikivi (27. nóvember 1870 – 14. desember 1956) var finnskur stjórnmálamaður sem var sjöundi forseti Finnlands frá 1946 til 1956. Paasikivi var meðlimur í Finnska flokknum þar til hann var lagður niður árið 1918 og síðan í Samstöðuflokknum. Hann var áður öldungadeildarþingmaður, þingmaður (1907–1909, 1910–1914),[1] sendifulltrúi í Stokkhólmi (1936–1939) og Moskvu (1940–1941) og forsætisráðherra Finnlands (1918 og 1944–1946).[2] Hann gegndi ýmsum öðrum ábyrgðarstöðum á ferli sínum og naut mikilla áhrifa í finnskum efnahags- og stjórnmálum í meira en fimmtíu ár.

Paasikivi er minnst sem helsta hönnuðar finnskrar utanríkisstefnu í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.[3] Til dæmis reyndu Paasikivi-samtökin (Paasikivi-seura), sem voru stofnuð árið 1958 að undirlagi Jan-Magnus Janssons, að heiðra pólitíska arfleifð Paasikivi með því að hvetja til „staðreyndamiðaðrar hugsunar í utanríkismálum“ og undirstrika hlutleysisstefnu Finnlands á alþjóðavelli.[4]

Æviágrip

Juho Kusti Paasikivi fæddist þann 27. nóvember árið 1870 í Tampere og var kaupmannssonur af bændaættum. Ættarnafn hans við fæðingu var Hellstein en hann tók síðar upp finnska nafnið Paasikivi. Hann útskrifaðist nítján ára gamall með stúdentspróf frá Tavastehus. Paasikivi nam síðan lögfræði við Háskólann í Helsinki og útskrifaðist með embættispróf. Hann hlaut doktorspróf í lögfræði árið 1901.[5]

Paasikivi vann sem kennari við lagadeild Háskólans í Helsinki frá 1899 til 1903 en var síðan gerður að yfirskrifstofustjóra ríkisstjórnarinnar. Hann hélt því embætti til fyrsta árs fyrri heimsstyrjaldarinnar 1914. Á þeim tíma var Paasikivi jafnframt þingmaður og var framsögumaður landbúnaðarnefndar þingsins árin 1907 til 1913 og fjárlaganefndar árið 1910. Paasikivi var í flokki íhaldsmanna sem kenndu sig við „gamalfinnsku flokkana“.[5]

Stjórnmálaferill

Paasikivi varð fjármálaráðherra í finnsku stjórninni frá 1908 til 1909 en sú stjórn varð að segja af sér vegna ágangs rússnesku keisarastjórnarinnar, sem sóttist í auknum mæli eftir því að auka stjórn sína í Stórfurstadæminu Finnlandi. Árið 1914 var Paasikivi ráðinn aðalbankastjóri stærsta bankans í Finnlandi og átti að gegna þeirri stöðu til ársins 1934.[5]

Eftir rússnesku byltinguna 1917 hættu Rússar hins vegar kröfum um fulla innlimun Finnlands og Finnland lýsti því yfir sjálfstæði sínu þann 6. desember 1917. Paasikivi varð forsætisráðherra Finnlands vorið 1918. Á meðan hann var forsætisráðherra var eitt helsta viðfangsefni stjórnarinnar að ákvarða hver framtíðarstjórnskipun Finnlands ætti að vera. Paasikivi var fylgjandi því að Finnland yrði sjálfstætt konungsríki og fengi þýskan prins til að gerast konungur, sem átti að innsigla bandalag Finna við Þýskaland. Þessar fyrirætlanir féllu hins vegar um sjálfar sig þegar Þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöldinni árið 1918 og þýska keisaradæmið var leyst upp. Paasikivi varð í kjölfarið að segja af sér og hóf aftur stjórn hjá bankanum.[5]

Ríkisstjórn Finnlands fól Paasikivi ýmis frekari ábyrgðarstörf á næstu árum. Árið 1920 var hann formaður finnskrar sendinefndar sem samdi um frið við Sovét-Rússland í Tartu eftir að Finnar höfðu blandast inn í íhlutunarstríð gegn Sovétmönnum.[6] Á árunum 1936 til 1940 var Paasikivi sendiherra Finna í Stokkhólmi. Árið 1939 var hann kallaður frá Stokkhólmi til að semja við Rússa og næsta ár var hann sendur til Moskvu til að undirrita friðarsáttmála við Sovétmenn eftir vetrarstríðið. Paasikivi, sem hafði lengi talað fyrir bættum samskiptum Finna og Rússa, var í kjölfarið gerður að sendiherra Finna í Moskvu.[5]

Paasikivi gegndi sendiherrastöðunni í Moskvu til ársins 1941 en var kallaður heim þegar framhaldsstríðið braust út milli Finnlands og Sovétríkjanna. Hann lét lítið á sér bera á stríðstímanum en lét þó í ljós skoðun sína að Finnar ættu að draga sig úr stríðinu sem fyrst.[5] Í febrúar 1944 var Paasikivi sendur til Stokkhólms til að ræða við Aleksöndru Kollontaj, sendiherra Sovétmanna í Svíþjóð, um möguleikann á friðarsamkomulagi. Hann var sendur aftur til Moskvu í mars til að ræða við sovéska leiðtogann Jósef Stalín og utanríkisráðherrann Vjatsjeslav Molotov um friðarsamninga, sem stuðlaði að því að Finnland varð fyrsta bandalagsríkja Þjóðverja sem samdi um frið við Sovétríkin í seinni heimsstyrjöldinni.[6]

Forsætisráðherra (1944–1946) og forseti (1946–1956)

Paasikivi á finnskum tíu marka seðli frá árinu 1980.
Paasikivi ræðir við Klíment Voroshílov, forseta forsætisnefndar Æðstaráðs Sovétríkjanna.

Eftir lok stríðsins tók Paasikivi að sér að mynda ríkisstjórn. Stjórn hans var samsteypustjórn sem var mynduð á víðum pólitískum grundvelli, jafnvel með aðkomu finnskra kommúnista. Paasikivi sagði af sér sem forsætisráðherra í mars árið 1946 til að taka við af Carl Gustaf Emil Mannerheim sem forseti lýðveldisins. Paasikivi var síðar endurkjörinn forseti til sex ára í mars árið 1950.[5]

Stjórn Paasikivi lét setja á fót sérstakan dómstól að beiðni Sovétmanna og Breta til að refsa finnskum ráðamönnum sem voru taldir eiga sök á framhaldsstríðinu. Paasikivi var mótfallinn þessu fyrirkomulagi en fór eftir því þar sem hann taldi ekki að komist yrði hjá því í ljósi pólitískrar stöðu. Fyrrum forsetinn Risto Ryti var dæmdur í fangelsi ásamt sex ráðherrum í réttarhöldunum en Paasikivi lét síðar veita þeim öllum sakaruppgjöf þegar þeir höfðu afplánað um hálfa fangavistina.[7]

Á stjórnartíð sinni vann Paasikivi markvisst að því að bæta samskipti Finnlands við Sovétríkin. Hann stóð í þeirri trú að Sovétmenn myndu ekki skipta sér að innanríkismálum Finnlands svo lengi sem hugsanlegir óvinir Sovétríkjanna næðu ekki hernaðarlegri fótfestu í Finnlandi. Samskipti ríkjanna bötnuðu verulega á forsetatíð Paasikivi, meðal annars með undirritun vináttusamnings og aukinnar verslunar og samstarfs í menningarmálum.[5] Sovéski herinn hafði sig jafnframt burt frá Porkkala árið 1955, sama ár og Paasikivi fór í síðustu opinberu heimsókn sína til Moskvu, sem þótti til marks um að sáttastefna hans hefði borið árangur.[7] Stefna Paasikivi, sem fól í sér jafnvægisleik á milli varðveislu á fullveldi Finnlands og náinna samskipta við Rússland, var kölluð „Paasikivi-línan“.[8]

Paasikivi lét af forsetaembætti í mars 1956 og lést í desember sama ár. Dagbækur Paasikivi voru gefnar út árið 1986 og komust á metsölulista.[7]

Heimildir

  • Wilsford, David, ritstjóri (1995). Political leaders of contemporary Western Europe: a biographical dictionary. Greenwood. bls. 347–352.

Tilvísanir

  1. J. K. Paasikivi – Eduskunta.fi (finnska)
  2. „Ministerikortisto“. Valtioneuvosto. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2009.
  3. Wilsford 1995, bls. 347–352.
  4. Suomi kylmässä sodassa: Paasikivi-seura Kekkosen tukena Geymt 8 febrúar 2022 í Wayback Machine (finnska)
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 5,6 5,7 „Forseti Finnlands J. K. Paasikivi áttræður“. Lesbók Morgunblaðsins. 26. nóvember 1950. bls. 549-551.
  6. 6,0 6,1 „Juho Paasikivi – íhaldsmaður og sovétvinur“. Þjóðviljinn. 22. september 1955. bls. 6; 10.
  7. 7,0 7,1 7,2 Anders Huldén (8. maí 1986). „Dagbækur Paasikivis og „hættuárin" í Finnlandi“. Morgunblaðið. bls. 34-35.
  8. „Paasikivi vann hinn erfiða frið Finna“. Morgunblaðið. 17. mars 1955. bls. 9; 11.


Fyrirrennari:
C. G. E. Mannerheim
Forseti Finnlands
(11. mars 19461. mars 1956)
Eftirmaður:
Urho Kekkonen


Read other articles:

Giordana AngiGiordana Angi durante una tappa del Casa Tour nel 2019 Nazionalità Italia Francia GenerePop Periodo di attività musicale2012 – in attività StrumentoPianoforte, Chitarra EtichettaWarner[1]Sugar[1]Universal Music Italia (2019-presente) Cherrytree Records(2022-presente) Album pubblicati3 + 2 EP Studio3 + 2 EP Modifica dati su Wikidata · Manuale Giordana Angi (Vannes, 12 gennaio 1994) è una cantautrice e produttrice discografic...

 

KolonelAssimi GoïtaPresiden MaliSementaraPetahanaMulai menjabat 26 Mei 2021Perdana MenteriLowongPendahuluBah Ndaw (presiden sementara)Wakil Presiden MaliMasa jabatan25 September 2020 – 25 Mei 2021PresidenBah NdawPendahuluMalick DiawPenggantiLowongKetua Komite Nasional untuk Keselamatan RakyatMasa jabatan19 Agustus 2020 – 25 September 2020Perdana MenteriKosongPendahuluIbrahim Boubacar Keïta (Presiden)PenggantiBah Ndaw (Presiden) Informasi pribadiLahirca. 1983 (umur&...

 

هذه المقالة بحاجة لصندوق معلومات. فضلًا ساعد في تحسين هذه المقالة بإضافة صندوق معلومات مخصص إليها. هذه المقالة تحتاج للمزيد من الوصلات للمقالات الأخرى للمساعدة في ترابط مقالات الموسوعة. فضلًا ساعد في تحسين هذه المقالة بإضافة وصلات إلى المقالات المتعلقة بها الموجودة في ال�...

?ДовгоноговіЧас існування: ранній міоцен - сучасність Pedetes sp. Біологічна класифікація Домен: Ядерні (Eukaryota) Царство: Тварини (Animalia) Тип: Хордові (Chordata) Підтип: Хребетні (Vertebrata) Клас: Ссавці (Mammalia) Підклас: Звірі (Theria) Надряд: Гризуни (Rodentia) Ряд: Мишоподібні (Muriformes) Підряд: Шипохв

 

Parc provincial d'Athabasca Sand DunesVue aérienne des dunes AthbascaGéographiePays CanadaProvince SaskatchewanCoordonnées 59° 03′ 47″ N, 108° 57′ 44″ OVille proche Uranium CitySuperficie 2 081,72 km2[1]AdministrationType Parc provincial de la SaskatchewanCatégorie UICN IbCréation 1992[1]Administration Ministère des Parcs, de la Culture et du SportSite web www.tpcs.gov.sk.ca/AthabascaSandDunesLocalisation sur la carte du CanadaLocalisati...

 

селище Мічуринський Мичуринский Країна  Росія Суб'єкт Російської Федерації Воронезька область Муніципальний район Панінський район Поселення Михайловське сільське поселення Код ЗКАТУ: 20235832003 Код ЗКТМО: 20635432111 Основні дані Населення ▼ 258 (2010)[1] Поштовий індекс 396164

Russian-language radio station in the UK Matryoshka Radio LondonLondonBroadcast areaGreater LondonFrequencyDAB: 11BProgrammingLanguage(s)RussianHistoryFirst air date27 November 2015 (2015-11-27)LinksWebsitematryoshka.fm Matryoshka Radio London is an independent commercial music radio station. On air 24/7, Matryoshka Radio London is the first Russian language radio station to have secured a [1] British broadcasting licence. It has been broadcasting on digital audio broad...

 

Pénétrante ouest de Pontevedra Caractéristiques Longueur 2 km De PO-11 Intersections PO-11 À Pontevedra Réseau Autoroute d'Espagne modifier  La voie rapide PO-12 permet de pénétrer Pontevedra par l'ouest en venant du Port de Marín et Ria de Pontevedra ou de l'AP-9. Elle relie la PO-11 au centre-ville et elle est composée de 4 échangeurs sous forme de giratoires. Tracé Elle prolonge la PO-11 pour ensuite longer la côte vers Pontevedra. Elle passe sous l'AP-9 avant de prolonger...

 

Orakelschale ifa agere der Yoruba, Nigeria, 19. / frühes 20. Jahrhundert; Museum Rietberg, Zürich Das Ifá-Orakel ist in der Religion der Yoruba und in den davon abgeleiteten Religionen das zentrale religiöse Instrument der Lebensbewältigung. Es ist seit 2005 als Immaterielles Kulturerbe der UNESCO anerkannt und 2008 in die Repräsentative Liste des immateriellen Kulturerbes der Menschheit übernommen worden.[1] Inhaltsverzeichnis 1 Textkorpus Odù-Ifá 2 Orakelzeichen (odù)...

Máy Antikythera là một chiếc máy tính analog trong khoảng thời gian từ 150TCN đến 100TCN được thiết kế để tính toán vị trí của các vật thể thiên văn Thiên văn học Hy Lạp cổ đại là nền thiên văn học được viết trong tiếng Hy Lạp vào thời cổ đại. Nền thiên văn học này bao gồm nền nền thiên văn học của Hy Lạp cổ đại, của thế giới Hy Lạp hóa, Hy-La và hậu kỳ sau đó. Nó không b�...

 

Nursultan NazarbayevНұрсұлтан НазарбаевNūr-Sūltan NazarbaevNazarbayev pada tahun 2017Presiden Kazakhstan ke-1Masa jabatan24 April 1990[Note 1] – 20 Maret 2019Perdana MenteriSergey TereshchenkoAkezhan KazhegeldinNurlan BalgimbayevKassym-Jomart TokayevImangali TasmagambetovDaniyal AkhmetovKarim MassimovSerik AkhmetovKarim MassimovBakhytzhan SagintayevAskar MaminWakil PresidenYerik Asanbayev (1991–96)PendahuluJabatan dibentukPenggantiKassym-Jomart Tokayev...

 

Artikel ini bukan mengenai Eritrea. EretriaΕρέτρια Letak Koordinat 38°24′N 23°48′E / 38.400°N 23.800°E / 38.400; 23.800Koordinat: 38°24′N 23°48′E / 38.400°N 23.800°E / 38.400; 23.800 Zona waktu: EET/EEST (UTC+2/3) Ketinggian (puncak): 8 m (26 ft) Pemerintah Negara: Yunani Periferal: Yunani tengah Statistik penduduk (pada 2011[1]) Kotamadya  - Jumlah penduduk: 9.540  - Luas: 170 km...

NGC 6104 NGC 6104 as seen through the مرصد هابل الفضائي الكوكبة الإكليل الشمالي[1]  رمز الفهرس NGC 6104 (الفهرس العام الجديد)MCG+06-36-011 (فهرس المجرات الموروفولوجي)IRAS F16146+3549 (IRAS)IRAS 16146+3549 (IRAS)PGC 57684 (فهرس المجرات الرئيسية)[2]UGC 10309 (فهرس أوبسالا العام)2MASX J16163069+3542291 (Two Micron All Sky Survey, Extended source catalogue)Z...

 

American baseball player (born 1947) Baseball player Bob HeiseHeise with the Boston Red Sox in 1976InfielderBorn: (1947-05-12) May 12, 1947 (age 76)San Antonio, Texas, U.S.Batted: RightThrew: RightMLB debutSeptember 12, 1967, for the New York MetsLast MLB appearanceOctober 1, 1977, for the Kansas City RoyalsMLB statisticsBatting average.247Home runs1Runs batted in86 Teams New York Mets (1967–1969) San Francisco Giants (1970–1971) Milwaukee Brewers (1971�...

 

У этого термина существуют и другие значения, см. Белые волки. 4-й разведывательно-диверсионный отряд «Белые Волки»серб. 4. извиђачко-диверзантски одред «Бели Вукови» Шеврон подразделения Годы существования 22 февраля 1993— весна 1996 Страна  Республика Сербская Подчинени...

Disputed equity valuation model Robert Shiller's plot of the S&P 500 price–earnings ratio (P/E) versus long-term Treasury yields (1871–2012), from Irrational Exuberance.[1]The P/E ratio is the inverse of the E/P ratio, and from 1921 to 1928 and 1987 to 2000, supports the Fed model (i.e. P/E ratio moves inversely to the treasury yield), however, for all other periods, the relationship of the Fed model fails;[2][3] even up to 2019.[4] The Fed model, or Fe...

 

Plastic surgery procedureUmbilicoplastyUmbilicoplasty is a plastic surgery procedure to modify the navel's appearance.Specialtyplastic surgeon[edit on Wikidata] Umbilicoplasty, sometimes referred to as belly button surgery, is a plastic surgery procedure to modify the appearance of one's navel (or belly button). It may be performed as part of a tummy tuck or lower body lift operation, or it may be performed alone.[1] Procedure This section is empty. You can help by adding to it. (...

 

Ice hockey team in Amarillo, TexasAmarillo WranglersCityAmarillo, TexasLeagueNorth American Hockey LeagueDivisionSouthFounded2003Home arenaAmarillo Civic CenterColorsNavy blue, red, white     Owner(s)Amarillo Ice Sports, LLCGeneral managerHarry MahoodHead coachHarry MahoodFranchise history2003–2004Lone Star Cavalry2004–2007Santa Fe RoadRunners2007–2018Topeka RoadRunners2018–2020Topeka Pilots2020–2021Kansas City Scouts2021–presentAmarillo Wranglers The Amarillo ...

This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article is an orphan, as no other articles link to it. Please introduce links to this page from related articles; try the Find link tool for suggestions. (November 2022) This article does not cite any sources. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find ...

 

The British Armed Forces recognises service and personal accomplishments of individuals while a member of the Royal Navy, British Army or Royal Air Force with the awarding of various awards and decorations. Together with rank and qualification badges, such awards are a means to outwardly display the highlights of a serviceperson's career. Order of wear All services use a common order of wear, in accordance with the 2019 order of wear:[1] The Victoria Cross and the George Cross United ...

 
Kembali kehalaman sebelumnya