Jóhann Daníelsson og Eríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva |
---|
|
Bakhlið |
|
Flytjandi | Hljómsveit Ingimars Eydal |
---|
Gefin út | 1976 |
---|
Stefna | Einsöngs og tvísöngslög |
---|
Útgefandi | Tónaútgáfan |
---|
Jóhann Daníelsson og Eríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1976. Á henni flytja Jóhann Daníelsson og Eríkur Stefánsson einsöngs og tvísöngslög. Upptaka í stereó: Tónaútgáfan. Pressun: EMI A/S Danmörku. Ljósmynd: Norðurmynd. Prentun: Valprent hf. Akureyri.
Lagalisti
- Þú varst mitt blóm - Lag - Texti: Jón Björnsson - Davíð Stefánsson - Jóhann og Eiríkur
- Summargleði - Lag - Texti: Þórarinn Guðmundsson - Gestur - Jóhann
- Á vegamótum - Lag - Texti: Eyþór Stefánsson - Helgi Konráðsson - Jóhann og Eiríkur
- Björt nótt - Lag - Texti: Jón Björnsson - Davíð Stefánsson - Jóhann og Eiríkur
- Haust - Lag - Texti: Birgir Helgason - Örn Snorrason - Jóhann
- Stefnumót - Lag - Texti: H. B. Danks - Einar Kristjánsson - Jóhann og Eiríkur
- Augnaeldar - Lag - Texti: Nils Söderström - Hjalti Haraldsson - Jóhann
- Grænkandi dalur - Lag - Texti: Hermann Palm - S. Bjarman - Jóhann og Eiríkur
- La li la - Lag - Texti: Osman-Perez-freire - Freysteinn Gunnarsson þýddi - Eiríkur
- Rauðasta Rósin - Lag - Texti: Friedrich Scröder - Einar Kristjánsson - Jóhann og Eiríkur
- Gamall ástaróður - Lag - Texti: James L. Molly - Friðjón Þórðarson - Eiríkur
- Glaðværð - Lag - Texti: Áskell Jónsson - Daníel Kristinsson - Jóhann og Eiríkur
- Anna Lár - Lag - Texti: Amerískt þjóðlag - Hermann Stefánsson - Jóhann og Eiríkur
- Sveinkadans - Lag - Texti: Sigvaldi S. Kaldalóns - Gestur - Eiríkur
Textabrot af bakhlið plötuumslags
|
Jóhann Daníelsson er svarfdælingur að ætt og uppruna. Fæddur 18/11.1927. Hann lagði stund á söngnám í Reykjavík og á Akureyri, m.a. hjá Sigurði D. Franssyni söngkennara. Jóhann söng fyrst opinberlega 9 ára gamall. Hann hefur nær óslitið frá 16 ára aldri starfað með ýmsum kórum víðsvegar um landið, nú síðast með Karlakór Dalvíkur. Hann hefur víða komið fram sem einsöngvari, á tónleikum og í útvarpi. Jóhann er nú starfandi kennari á Dalvík og kennir m.a. söng.
Guðmundur Jóhannsson er fæddur í Reykjavik 26/6.1922. Hann lærði nótnalestur í barnaskóla, en að öðru leiti er að mestu um sjálfsnám að ræða í hljóðfæraleik. Guðmundur hefur um langt árabil verið undirleikari og stjórnandi ýmissa kóra. Meðal annars stjórnaði hann Karlakór Akureyrar um skeið.
Eiríkur Stefánsson er fæddur á Akureyri 12/2. 1930. Söngferil sinn hóf hann með Karlakór Akureyrar 1946 og naut hann þar tilsagnar söngkennara á vegum kórsins. Með kórnum starfaði hann til ársins 1970. Eirikur var um langt árabil einn af einsöngvurum kórsins, meðal annars í söngför til norðurlanda. Einnig hefur hann sungið nokkrum sinnum í útvarp. Eirikur stundaði um skeið söngnám hjá Sigurði D. Franssyni.
|
|
|
|