Kat Dennings |
---|
Dennings á People's Choice-verðlaununum árið 2012 |
Fædd | Katherine Litwack 13. júní 1986 (1986-06-13) (38 ára)
|
---|
Störf | Leikkona |
---|
Katherine Litwack (fædd 13. júní 1986), betur þekkt sem Kat Dennings, er bandarísk leikkona. Hún sást fyrst í hlutverki í þáttunum Beðmál í Borginni en síðan þá hefur Kat leikið í kvikmyndum á borð við The 40 Year-Old Virgin, Bog Momma's House 2, Charlie Bartlett, Raise Your Voice, The House Bunny, Defendor, Nick and Norah's Infinite Playlist og Thor. Hún leikur einnig aðalhutverkið í sjónvarpsþáttunum 2 Broke Girls.
Æska
Dennings fæddist og ólst upp á Bryn Mawr-svæðinu nálægt Fíladelfíu í Pennyslvaníu. Móðir hennar, Ellen Judith Litwack, er ljóðskáld og talfræðingur og faðir henna, Gerald J. Litwack, er sameindalyfjafræðingur og háskólakennari. Dennings er yngst fimm barna, þar á meðal á hún eldri bróðir, Geoffrey S. Litwack. Fjölskyldan hennar er gyðingatrúar.
Dennings var kennt heima og eina skráning hennar í hefðbundinn skóla var í hálfsdags skólann Friends' Centaral. Hún útskrifaðist snemma ú menntaskóla, aðeins fjórtán ára. Hún flutti með fjölskyldu sinni til Los Angeles, Kaliforníu árið 2002 svo hún gæti einbeitt sér að leiklistinni. Hún tók upp sviðsnafnið Dennings þegar hún var yngri. Samkvæmt Dennings sögðu foreldrar hennar að sú hugmynd að hún reyndi fyrir sér í leiklistinni væri „versta hugmynd í heimi“.
Ferill
Dennings byrjaði feril sinn með auglýsingaleik þegar hún var tíu ára. Fyrsta leikarastarfið hennar var auglýsing fyrir kartöfluflögur. Dennings komst í sjónvarpið þegar hún lék í þættinum Beðmál í Borginni árið 2000, í þættinum „Hot Child in the City“, þar sem hún lék þrettán ára stelpu sem réð Samönthu til að sjá um auglýsingastarfsemina fyrir ferminguna hennar. Hún lék síðan í skammlífu þáttaröðinni Raising Dad á árunum 2001 – 2002. Þar fór hún með hlutverk Söruh, fimmtán ára stelpu sem er alin upp af föður sínum (Bob Saget) sem er ekkill en hún á einnig unglingssystur (Brie Larson). Árið 2002 lék Dennings í The Scream Team, kvikmynd sem framleidd var af Disney-stöðinni. Þar fór hún með hlutverk unglings sem rekst á hóp af draugum. Hún var valin í fimm þátta rullu í sjónvarpsþáttunum Everwood en hlutverkið fór á endanum til Noru Zehetner.
Dennings hélt áfram að vinna í sjónvarpi og lék gestahlutverk í þáttunum Sporlaust (e. Without a Trace), þar sem hún lék unglingsstúlku en kærastinn hennar hefur horfið, og í Less Than Perfect árið 2003. Hún var ráðin í þáttinn Sudbury, sem fjallaði um fjölskyldu af nútíma-nornum, en þættirnir voru byggðir á kvikmyndinni Practical Magic frá árinu 1998 en þættirnir voru aldrei sýndir. Dennings fór með aukahlutverk í þáttunum Bráðavaktin (e. ER) á árunum 2005 – 2006 sem Zoe Butler og lék einnig gestahlutverk í CSI: NY sem Sarah Endecott í þættinum „Manhattan Manhunt“ árið 2005.
Dennings lék fyrst í kvikmynd árið 2004 þegar hún lék Sloane, þungbúinn píanónema, í kvikmyndinni Raise Your Voice þar sem Hilary Duff fór með aðalhlutverkið. Árið 2005 landaði hún aukahlutverki í kvikmyndinni The 40-Year-Old Virgin þar sem hún lék dóttir Catherine Keener, og einnig í Down in the Valley. Hún lék uppreisnargjarnan ungling í Big Momma's House 2 þar sem Martin Lawrence fór með aðalhutverkið árið árið 2006.
Dennings lék í Charlie Bartlett árið 2008, sögu um auðugan ungling (Anton Yelchin) sem þykist vera geðlæknir í nýja almenningsskólanum sínum. Hún lék Susan Gardner, stúlku sem Bartlett verður hrifinn af en hún var einnig dóttir skólastjórans (Robert Downey Jr.). Dennings lék síðan í The House Bunny þetta sama ár, þar sem hún lék Monu, stúlku sem var í systrafélagi. Hún lék einnig í rómantísku unglingamyndinni Nick and Norah's Infinite Playlist ásamt Michael Cera. Dennings lék Noruh Silverberg, dóttur frægs plötuútgefanda og var tilnefnd til International Press Academy's Satallite-verðlaunanna sem besta leikkona fyrir frammistöðu sína. Í september 2008 vonaðist Dennings til að gera skáldsögu Don DeLillo, End Zone, að kvikmynd. Leikararnir Sam Rockwell og Josh Hartnett komu að verkefninu en verkefnið var ekki samþykkt.
Árið 2009 lék Dennings í The Answer Man, kvikmynd um frægan rithöfund, en opinberar stefnuyfirlýsingar hans verða að nokkurs konar nýrri Biblíu. Hún lék einng aukahlutverk í barnakvikmynd Robert Rodriguez, Shorts, þetta sama ár. Hún lék eldri systur aðalpersónunnar Toe (Jimmy Bennett), Stacey Thompson. Dennings og aðrar rísandi stjörnur voru í ágúst-blaði Vanity Fair árið 2009 og endurléku atriði úr frægum kvikmyndum frá 4. áratugnum. Dennings var ráðin í rómantísku gamanmyndina Liars (A to E) árið 2009. Kvikmyndinni var hins vegar aflýst vegna lítils fjármagns hjá framleiðendunum.
Dennings lék í ofurhetjukvikmyndinni Defendor árið 2010 ásamt Woody Harrelson og Sandra Oh, þar sem hún lék vændiskonu sem var krakkfíkill. Næst lék hún í óháðu kvikmyndinni Daydream Nation þar sem hún fór með hlutverk stelpu sem flytur í furðulegan afskekktan bæ, og festist í ástarþrýhyrning með menntaskólakennaranum sínum (Josh Lucas) og unglinga-eiturlyfjasala (Reece Thompson). Myndin var tekin upp í Vancouver fyrri hluta árs 2010 og var skrifuð og leikstýrt af Michael Golbach. Í maí 2010 birtist Dennings í tónlistarmyndbandi við lagið "40 Dogs (Like Romeo and Juliet)" með tónlistarmanninum Bob Schneider. Robert Rodriguez leikstýrði myndbandinu, sem tekið var upp á mörgum stöðum í Austin, Texas.
Dennings var hluti af leikaraliði kvikmyndarinnar Thor sem kom út í maí 2011 og var leikstýrt af Kenneth Branah. Hún lék Darcy Lewis, aðstoðarkonu persónu Natalie Portman, Jane Foster. Kvikmyndin fór í framleiðslu í janúar 2010.
Dennings leikur í 2 Broke Girls, gamanþáttum sem eru skrifaðir og framleiddir af Michael Patrick King og Whitney Cummings. Þátturinn fylgist með lífum tveggja láglauna-kvenna. Beth Behrs leikur á móti Dennings og fer með hlutverk Manhattan erfðaprinsessu sem missti arfinn sinn, á meðan Dennings leikur harða beinskeytta stelpu frá Brooklyn. Dennings líkaði það að ná til breiðari áhorfendahóps, svo hún samþykkti að taka að sér hlutverk í gamanþætti.
Dennings mun leika í dramakvikmyndinni Lives of the Saints ásamt Meg Ryan, 50 Cent, John Lithgow og Joe Anderson. Handrit myndarinnar er skrifað af Chris Rossi, en hann leikstýrir einnig myndinni og áttu tökur að hefjast í Los Angeles í nóvember 2010. Hún mun einnig leika í Renee ásamt Chad Michael Murray og Rupert Friend. Dennings leikur þar Renee Yohe, unglingsstúlku í Flórída sem glímir við heimilisofbeldi og sjálfsmeiðingar og varð hvatningin að stofnun samtakanna To Write Love on Her Arms. Framleiðsla kvikmyndarinnar hófst í Orlando, Flórída í febrúar 2011.
Í ágúst 2012 var tilkynnt að Dennings myndi endurtaka hlutverk sitt sem Darcy Lewis í Thor: The Dark World
Einkalíf
Dennings hefur verið bloggari síðan í janúar 2011, sem seinna breyttist í video blogg á YouTube. Hún les mikið og er vinkona rithöfundarins Andreu Seigel. Dennings sagði við The Jewis Journal of Greater Los Angeles að gyðingdómur væri "mikilvægur hluti af sögu minni, en, í heildina, er trúin ekki hluti af lífi mínu". Í greininni sagði hún einnig að hún að gyðingdómurinn tengdist henni frekar siðferðis- og menningarlega heldur en trúarlega. Í desember 2008 sagði Dennings við tímaritið BlackBook: "Ég drekk ekki og ég reyki ekki og ég vil ekki vera í kringum fólk sem gerir það."
Í viðtali við The Times í janúar 2009 sagði Dennings: "Ég á ekki kærasta. Ég á vini, vinkonur, góðar vinkonur. Við hittumst á öðrum stöðum og erum ein saman." Seinna, í viðtali með meðleikara sínum úr Deadream Nation, Josh Lucas, viðurkenndi Dennings að eiga kærasta. Síðan í nóvember 2011 hefur hún búið í íbúð í San Fernando dalnum í Los Angeles.
Í desember 2011 byrjaði Dennings með mótleikara sínum úr 2 Broke Girls, leikaranum Nick Zano.
Hlutverk
Kvikmyndir
Sjónvarpsþættir
Heimildir
Fyrirmynd greinarinnar var „Kat Dennings“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt september 2012.