Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir (fædd 11. nóvember 1961) er íslenskur hagfræðingur og fyrrum alþingismaður.

Menntun

Lilja er með BBA gráðu í viðskiptafræði (1984) frá Iowaháskóla í Bandaríkjunum, M.A. gráðu í þróunarhagfræði (1988) frá Sussexháskóla í Brighton, Bretlandi 198 og doktorsgráðu (Dr. phil.) í hagfræði (1999) frá University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST) Management School.

Starfsferill

Lilja starfaði sem kennari við Verslunarskóla Íslands árið 1985-1986. Hagfræðingur hjá ASÍ 1988-1989. Lektor við HA 1989-1991. Ráðgjafi og námskeiðakennari hjá Iðntæknistofnun Íslands 1992-1993. Verkefnaráðin ráðgjafi atvinnu- og félagsmálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar 1995-1997. Verkefnaráðin sérfræðingur í sérfræðingahópi ESB 1997-1999. Kennari og sérfræðingur við Tækniháskólann í Luleå, Svíþjóð, 1999-2000. Dósent við Háskólann í Reykjavík 2000-2002. Prófessor við Háskólann á Bifröst 2003-2007. Verkefnaráðin sérfræðingur í sérfræðingahópum ESB 2004-2009. Hagfræðingur hjá frá 2008.

Ferill í stjórnmálum

Lilja tók fyrst þátt í stjórnmálum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008, en hún bauð sig fram í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 7. mars 2009 fyrir kosningarnar vorið 2009. Lilja lenti í þriðja sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Hún sat á Alþingi sem sjötti þingmaður Reykavíkurkjördæmis suður. 21. mars 2011 sagði hún sig úr þingflokki Vinstri grænna.[1]

Nýr stjórnmálaflokkur undir formennsku Lilju var kynntur í Iðnó 7. febrúar 2012, en hann hlaut nafnið Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar.[2] 22. desember 2012 tilkynnti svo Lilja að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í alþingiskosningunum vorið 2013 og því myndi hún ekki leiða lista Samstöðu.[3]

Heimildir

  1. Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust
  2. „Framboð Lilju heitir Samstaða“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2012. Sótt 11. febrúar 2012.
  3. „Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður” Skoðað 13. janúar 2013

Útgáfuefni

Bækur og bókarkaflar

  • Lilja Mósesdóttir (2001) The Interplay Between Gender, Markets and the State in Sweden, Germany and the United States, London: Ashgate, 242 bls.
  • Pertti Koistinen, Lilja Mósesdóttir, Amparo Serrano-Pascua (eds.) (2009) Emerging Systems of Work and Welfare, Tampere University
  • Mósesdóttir, Lilja, Chantal Remery and Amparo Serrano Pascual eds. (2006) Moving Europe towards the Knowledge Based Society and Gender Equality: Policies and Performances, Brussels: ETUI
  • Magnusson, Lars, Lilja Mósesdóttir and Amparo Serrano Pascual eds. (2003) Equal Pay and Gender Mainstreaming in the European Employment Strategy, Brussels: European Trade Union Institute
  • Mósesdóttir, Lilja, Andrea G. Dofradóttir, Thorgerdur Einarsdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Einar Mar Thórdarson and Sigurbjörg Ásgeirsdóttir (2006) Evaluating Equal Pay in the Nordic Countries, Reykjavík: Project Group for Equal Pay

Ýmsar greinar

Kembali kehalaman sebelumnya