LinkedIn (/lɪŋktˈɪn/) er atvinnumiðaður samfélagsmiðill sem er í boði á vefnum og sem smáforrit. Miðlinum var hleypt af stokkunum þann 5. maí2003[1] og er í dag í eigu Microsoft. Miðillinn er aðallega notaður til faglegra samskipta og starfsþróunar, ásamt því að gera atvinnuleitendum kleift að birta ferilskrá sína og vinnuveitendum auglýsa störf. Frá árinu 2015 hefur meginhluti tekna fyrirtækisins komið frá sölu á aðgani að upplýsingum um meðlimi til mannauðsstjóra og söluaðila. Frá og með mars 2023 voru meira en 900 milljón manns með skráðan aðgang á miðlinum.[1]
LinkedIn gerir meðlimum (bæði starfsmönnum og vinnuveitendum) kleift að búa til aðgang í þeim tilgangi að búa til og viðhalda faglegu tengslaneti. Meðlimir geta boðið hverjum sem er að verða tengiliður. LinkedIn er einnig notað til að skipuleggja viðburði, taka þátt í hópumræðum, skrifa greinar, ásamt því a deila myndum, myndböndum og fréttum af starfsferli viðkomandi.[2]
Tilvísanir
↑ 1,01,1„About“. LinkedIn Corporation. 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2014. Sótt 5. mars 2015.
↑„Account Restricted“. LinkedIn Help Center. 20. desember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2020. Sótt 6. október 2015.