Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum

Kröfuganga aðgerðasinna til Washington árið 1963.

Blökkumenn voru þolendur mannréttindabrota í Bandaríkjunum síðan þeir voru fluttir þangað sem þrælar í kringum 1792, allt þar til Bandaríkin samþykktu mannréttindalöggjöfina, Civil Rights Act, árið 1964 eftir að Martin Luther King flutti ræðu sína um kynþáttamismunun frammi fyrir 250 þúsund manns í Washington, D.C.

Árin 18611865 var borgarastyrjöld milli Norðurríkja og Suðurríkja Bandaríkjanna sem oft hefur verið nefnd „þrælastríðið“. Ku Klux Klan voru ofsasamtök í Suðurríkjunum sem kúguðu blökkumenn og drápu 200 þeirra árlega á síðasta hluta 19. aldar án dóms og laga. Árið 1955 hófst svo mannréttindabarátta blökkumanna af krafti.[1][2]

Réttindabaráttan í gegnum tíðina

Blökkumenn hafa verið keyptir sem þrælar síðan löngu fyrir Krist og má segja að þeir hafi barist fyrir réttindum sínum síðan þá. Evrópubúar fluttu þrælana til Ameríku eftir að Kristófer Kólumbus fann hana árið 1492 því þeir voru betra vinnuafl en indjánarnir vegna þess að þeir voru sterkari og úthaldsmeiri.[3]

Árið 1792 voru Danir fyrstir til þess að banna þrælakaup og árið 1807 voru þrælakaup í breska heimsveldinu bönnuð. Með því sýndu þeir mikið fordæmi vegna þess að Bretar voru stærsta verslunar- og nýlenduveldi heims. Það var svo árið 1808 sem Bandaríkjamenn afnámu innflutning þræla til Ameríku þó því hafi ekki verið fylgt vel eftir til að byrja með en þeir voru enn löglegir til kaupa innanlands og var þeim fjölgað með því að afkomendur þræla voru einnig þrælar.[4]

Árið 1833 stofnuðu andstæðingar þrælahalds samtök, The American Anti-Slavery Society, þau samtök gáfu baráttunni byr undir báða vængi og sama ár samþykkti breska þingið afnámi þrælahalds í öllu breska heimsveldinu og það studdi vel undir baráttuhreyfinguna. Þeirra skoðun var sú að þrælahald stangaðist á við grundvallarréttindi einstaklings og virðingu hans. Þeir voru einnig á móti því að þeir nutu engrar lagaverndar í hjónabandi sem hafði þau áhrif að fjölskyldur sem hnepptar voru í þrældóm var stíað í sundur.[5]

Í Suðurríkjunum var þó bómull mikilvægasta útflutningvaran og á skömmum tíma margfaldaðist framleiðsla hans og þá voru þrælarnir tilvalið vinnuafl. Norðurríkjamenn voru andsnúnir þrælahaldinu og leiddi það, ásamt öðru, til borgarastyjaldar 1861 – 1865 sem oft er nefnt þrælastríðið.[6]

Abraham Lincoln gegndi mikilvægu hlutverki í borgarastyrjöldinni og aðdraganda hennar. Hann hafði lýst yfir andúð sinni á þrælahaldi sem varð til þess að, ásamt mörgum mörgu öðru, að mörg ríki sögðu sig úr lögum við alríkið og stofnuðu suðurríkjasambandið. Abraham Lincoln fór svo í stríð við Suðuríkjasambandið vegna þess að honum fannst það skylda sín að halda ríkinu sem einni heild. Haustið 1862 setti hann fram tilskipun um að þrælahald í Bandaríkjunum yrði afnumið. Árið 1865 var þessari tilskipun fylgt eftir með nýrri stjórnarskrá.[7]

Nokkrum árum seinna var stefnt að því að veita blökkumönnum full þegnaréttindi og körlunum kosningarétt. Það stóð í skamman tíma í Suðurríkjunum því norðanmenn og stjórnin í Washington höfðu ekki úthald til að fylgja loforðum sínum.[8]

Árið 1877 sendu Norðurríkin herlið sitt aftur heim og lét það eftir einstökum ríkjum að ákveða sjálf hvernig þau vildu hagræða réttindum blökkumanna. Þeir misstu ekki öll réttindi sín en um 1890 tók við ný stjórn í Suðurríkjunum, og þeir sem sátu í þeirri stjórn voru flestir kynþáttahatarar og það kom sér bersýnilega ekki vel fyrir blökkumenn.

Kosningaréttur blökkumanna varð gerður óvirkur og þeir þurftu að þreyta ýmis próf til þess að geta verið á kjörskrá. Árið 1896 samþykkti hæstiréttur endanlega þessi nýju lög og sagði að ekkert væri athugavert við aðskilnaðarstefnuna ef hún fylgdi þeim skilyrðum að báðir kynþættir hefðu jafngóða aðstöðu á öllum sviðum. Því var hinsvegar ekki alltaf fylgt eftir.[9]

Ku Klux Klan voru öfgasamtök í Suðurríkjunum sem voru stofnuð af hvítum karlmönnum á síðari hluta 19. aldar. Þessi samtök voru sérstaklega á móti blökkumönnum en einnig gegn innflytjendum, gyðingum, kaþólikkum, fólki með róttækar stjórnmálaskoðanir og beitti það miklu ofbeldi og ógnaraðgerðum. Samtökin voru öflug á 3. áratugnum og svo aftur eftir 1950. Á síðasta áratug 19. aldar voru 200 blökkumenn teknir af lífi árlega án dóms og laga í þeim tilgangi að halda þeim niðri og koma í veg fyrir að þeir leituðu réttar síns, því það var jú verk þessara öfgasamtaka.[10][11]

Í lok ársins 1955 gerðist atburður sem markar upphaf að mikilli réttindabaráttu blökkumanna þegar ung, svört kona í Alabama að nafni Rosa Parks sat í rútu og neitaði að standa upp fyrir hvítum karlmanni, þegar reglurnar voru þær að blökkumenn áttu að standa upp fyrir hvítu fólki og sitja aftast í rútunni. Fyrir þennan atburð varð hún hetja blökkumanna. Þeir hættu að nota almenningsvagnana þar til þessum reglum var breytt. Þá voru víða skilti sem á stóð að staðurinn væri aðeins fyrir hvíta. Einnig gengu svört og hvít börn ekki í sama skóla.[12]

Sumarið 1963 náði réttindabarátta svartra hámarki þegar Martin Luther King, leiðtogi blökkumanna, kom ásamt 250 þúsund manns til Washington að mótmæla kynþáttamismun í Bandaríkjunum. Þar hélt hann ræðu um það að hann ætti sér draum um að börnin hans gætu búið í landi þar sem þau væru ekki dæmd vegna kynþáttar heldur séu metin að verðleikum sínum. Árið 1964 hlaut Martin Luther King friðarverðlaun Nóbels og sama ár samþykkti þing Bandaríkjanna löggjöf sem fól í sér bann við hverskyns mismun eftir litarhætti. Hann var svo myrtur árið 1968 og varð mikið syrgður víða um heim, enda átti hann stóran hlut í mannréttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum.[13]

Í sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem stofnaðar voru 1945 segir: „...að takmarkið sé að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smár...“

Mannréttindayfirlýsingar sem þessar eru ekki lög né bindandi en hafa þó ríkt gildi og eru mörg ríki sem hafa samið stjórnarskrár sínar með þessa yfirlýsingu til hliðsjónar eftir 1948. En þó þetta séu ekki lög hafa allar þjóðir og einstaklingar þetta sem undirstöðu.

Sáttmálar sem þessir verða ekki að lögum fyrr en 35 ríki hafa staðfest þá.[14]

Lífskjör blökkumanna í Bandaríkjunum hafa batnað mjög mikið og sífellt fleiri hafa náð sér í menntun. Þó virðist vera erfitt fyrir marga að komast upp úr lélegum lífskjörum og menntunarskorti því blökkumenn eru enn hlutfallslega fátækari heldur en hvítir.[15]

Tilvísanir

  1. Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir (2003): bls. 241-242.
  2. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 315-317, 46.
  3. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 44-45.
  4. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 44-45.
  5. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 45.
  6. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 46.
  7. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 46.
  8. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 46-47.
  9. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 315-316.
  10. Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir (2003): bls. 241.
  11. Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson (2006): bls. 46.
  12. Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir (2003): bls. 241.
  13. Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir (2003): bls. 242.
  14. Ívar Guðmundsson (1971): bls. 137-138.
  15. Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir (2003): bls. 242.

Heimildaskrá

  • Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta. Reykjavík: Mál og menning, 2006.
  • Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir. Íslands og mannkynssaga NB II. Frá lokum 18. Aldar til aldamóta 2000. Reykjavík: Nýja bókafélagið, 2003.
  • Ívar Guðmundsson. Bókin um Sameinuðu þjóðirnar. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja HF, 1971.
Kembali kehalaman sebelumnya