Morfín (C17H19NO3) er sterktverkjalyf sem unnið er úr ópíum sem það er helsta virka efnið í. Kerfisbundið nafn þess er 7,8-dídehýdró-4,5-epoxý-17-metýlmorfínan-3,6-díól. Nafn lyfsins er dregið af draumaguðinum Morfeos.
Það var hins vegar ekki fyrr en sprautan kom til sögunnar árið 1874 sem notkun þess varð mikil.
Áhrif á menn
Hliðarverkanir morfíns eru minni hugræn geta, sælutilfinning, svimi, sinnuleysi, skert sjón og ógleði. Morfín dregur einnig úr matarlyst og veldur hægðartregðu. Morfín er afskaplega ávanabindandi og neytendur þess þróa fljótt með sér þol og líkamlega jafnt sem sálfræðilega fíkn.