Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Morðið á Robert F. Kennedy

Robert að fagna sigrinum í Kaliforníu örfáum mínútum fyrir morðið.

Morðið á Robert F. Kennedy átti sér stað á Ambassador-hótelinu í Los Angeles í Kaliforníuríki þann 5. júní 1968. Þar var Robert myrtur af palestínska innflytjendanum Sirhan Sirhan, og lést hann daginn eftir. Robert var fluttur á sjúkrahús og fór í aðgerð strax eftir á og var hann úrskúrðaður látinn 25 klukkustundum eftir morðið.

Robert F. Kennedy var bandarískur stjórnmálamaður, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungardeildarþingmaður sem að tók þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 1968. Þrír voru að sækjast eftir tilnefingunni, en það voru Kennedy, Hubert Humphrey og Eugene McCarthy. Þann 5. júní vann Robert forval flokksins í Kaliforníu og var hann efstur í kapphlaupinu um tilnefningunna er hann var myrtur. Kennedy var bróðir fyrrum Bandaríkjaforseta, John F. Kennedy sem að var einnig myrtur árið 1963.

Robert var staddur á hótelinu til þess að að halda ræðu og fagna með stuðningsmönnum sínum. Eftir ræðuna ætlaði Robert út úr hótelinu og fór í gegnum eldhús hótelsins, þar sem að hann var að heilsa hinum sautján ára Juan Romero, sem að var starfsmaður eldhússins. Á meðan Robert var að heilsa honum var hann skotinn nokkrum sinnum af Sirhan Sirhan og féll hann því í gólfið.

Sirhan játaði á sig morðið og var dæmdur til dauða árið 1969, en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Sirhan hafði verið stuðningsmaður Kennedy en hafði snúist gegn honum þar sem hann hafði þótt hallur undir Ísraelsríki og hafði átt þátt í sölu 50 orrustuþota til Ísraela.

Morðið hefur verið bendlað við ýmsar samsæriskenningar, rétt eins og morðið á John F. Kennedy árið 1963. Sumar samsæriskenningar segja að alríkislögreglan hafi átt einhvern hlut eða alla sökina á morðinu. Árið 1973 mun alríkislögreglumaðurinn, David Sanchez Morales hafa viðurkennt að alríkislögreglan bæri ábyrgð á morðinu á JFK og á RFK, en mjög erfitt er að sanna þetta.[1] Árið 2023 sagði Robert F. Kennedy Jr., sonur Roberts í viðtali að Sirhan átti enga sök á morðinu og að Eugene Thane Cesar, lífvörður Kennedys hafi átt sök á morðinu.[2]

Morðið á Robert F. Kennedy er eitt af „morðunum fjórum“ sem að voru framin í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. En hin morðin voru morðið á John F. Kennedy árið 1963, morðið á Malcolm X árið 1965 og morðið á Martin Luther King árið 1968.

Tilvísanir

  1. Staff, Guardian (20. nóvember 2006). „Did the CIA kill Bobby Kennedy?“. the Guardian (enska). Sótt 7. september 2024.
  2. Club Random Podcast (25. júní 2023), Robert F. Kennedy Jr. | Club Random with Bill Maher, sótt 7. september 2024
Kembali kehalaman sebelumnya