Morðið á Robert F. Kennedy átti sér stað á Ambassador-hótelinu í Los Angeles í Kaliforníuríki þann 5. júní1968. Þar var Robert myrtur af palestínska innflytjendanum Sirhan Sirhan, og lést hann daginn eftir. Robert var fluttur á sjúkrahús og fór í aðgerð strax eftir á og var hann úrskúrðaður látinn 25 klukkustundum eftir morðið.
Robert var staddur á hótelinu til þess að að halda ræðu og fagna með stuðningsmönnum sínum. Eftir ræðuna ætlaði Robert út úr hótelinu og fór í gegnum eldhús hótelsins, þar sem að hann var að heilsa hinum sautján ára Juan Romero, sem að var starfsmaður eldhússins. Á meðan Robert var að heilsa honum var hann skotinn nokkrum sinnum af Sirhan Sirhan og féll hann því í gólfið.
Sirhan játaði á sig morðið og var dæmdur til dauða árið 1969, en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Sirhan hafði verið stuðningsmaður Kennedy en hafði snúist gegn honum þar sem hann hafði þótt hallur undir Ísraelsríki og hafði átt þátt í sölu 50 orrustuþota til Ísraela.