Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Ný félagsrit

Ný félagsrit var tímarit, sem hafði það meginmarkmið að kynna skoðanir Jóns Sigurðssonar fyrir íslensku þjóðinni. Það kom út árlega tímabilin 1841–1864 og 1869–1873 auk þess sem það kom út árið 1867. Samanlagt voru þetta 30 árgangar, mestmegnis ritaðir af Jóni Sigurðssyni sjálfum.

Forsaga

Eftir að konungsbréf kom um endureisn Alþingis þá var stofnað félag í Kaupmannahöfn og virðast Fjölnismennirnir Brynjólfur og Konráð hafa verið hvatamenn að því. Það var ætlun þeirra að það félag héldi áfram útgáfu Fjölnis og var félagið kallað Fjölnisfélagið. Haustið 1840 gekk Jón Sigurðsson í félagið, hann útvegaði nokkra félagsmenn í viðbót og voru þá 12 komnir í félagið og var kosin 3 manna nefnd Brynjólfur, Jón og Eggert Briem til að semja lög félagsins. Brynjólfur vildi setja Fjölnisnafnið í lögin en Jón og Eggert ekki. Var gengið til atkvæðagreiðslu og voru einungis 3 sem vildu halda Fjölnisnafninu en 8 á móti því. Samkvæmt hinum óskráðu félagslögum urðu þeir þó að vera 9. Varð úr að 6 sögðu sig úr Fjölnisfélaginu 9. febrúar 1841 og fengu aðra 6 til liðs við sig og ákváðu að gefa út nýtt tímarit, Ný félagsrit og kom það út um vorið. [1]

Heimildir

  • Ný félagsrit á Tímarit.is
  • „Hvað voru Ný félagsrit?“. Vísindavefurinn.
teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Rit eftir Jónas Hallgrímsson: Smágreinar dýrafræðilegs eðlis, ævisaga o.fl., Ísafoldarprentsmiðja
Kembali kehalaman sebelumnya