Niels var kominn af fátæku bændafólki á Norður-Jótlandi. Hann lærði um verslun og viðskipti hjá frænda sínum í Álaborg og flutti til Kaupmannahafnar 1750. Hann var frumkvöðull á sviði tryggingasölu og rak fyrirtæki undir eigin nafni frá 1756. Hann kom að rekstri Asíuverslunarinnar (d. Asiatisk Kompagni) og Indíafélagsins. Hann var ráðinn forstjóri Konungsverslunarinnar, sem tók við af Hörmangarafélaginu, í janúar 1760 og gegndi því starfi í fjögur ár, til 1764. Í bók sinni, Upp er boðið Ísaland segir sagnfræðingurinn Gísli Gunnarsson: „Enginn einstaklingur, sem starfaði við Íslandsverslunina á 18. öld, hafði eins mikil áhrif á gang hennar og Niels Ryberg.“
[1] Ásamt því að sjá um Íslandsverslunina sá Niels einnig um Finnmerkurverslunina.