Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Ríkisskuldabréf

Ríkisskuldabréf eru skuldabréf sem ríki gefur út í eigin gjaldmiðil til að fjármagnar rekstur sinn að hluta. Almennt er litið á ríkisskuldabréf sem áhættu litla fjárfestingu þar sem ríkisstjórninni er oftast fært að greiða fyrir skuldabréfin með því að prenta meiri peninga, nú eða hækka skatta. Sú áhætta sem felst í þeirri fjárfestingu lítur einna helst að mismuni milli gjaldmiðla (sé fjárfestirinn útlendur) eða að verðbólga verði til þess að verðmæti þeirra minnkar.Ríkisskuldabréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja ,,geyma“ fé sitt þar sem áhætta telst minni en á almennum hlutabréfamarkaði, á bankabók osfrv[1].

Ríkisbréf geta einnig gengið kaupum og sölum eftir að þau hafa verið keypt í fyrsta sinn. Þannig geta ný bréf á frummarkaði farið á eftirmarkað og miðast verðgildi þeirra þá við þróun- verðbólgu og vaxta hverju sinni. Almennt eru slík bréf eftirsótt á eftirmarkaði á óvissutímum, þegar ekki er um nýja útgáfu ríkisskuldabréfa að ræða og jafnvel þótt ríkið hafi ákveðið að lækka vexti af þessum bréfum, eða þegar ríkið ákveður að gefa út ný bréf á hagstæðum vöxtum miðað við almenna markaðinn. Skatttekjur ríkisins, almennt, standa straum af afborgun þessara bréfa á gjalddaga.

En vandi getur fylgt fjáröflun af þessu tagi. Í fjármálasögunni eru til fjölmörg dæmi (heimild vantar) þess að ríki hafi fjármagnað sig með útgáfu skuldabréfa, sem illmögulegt var að greiða til baka nema með róttækum aðhaldsaðgerðum í rekstri ríkisins, eða jafnvel alls ekki. Slíkt getur valdið miklu róti á fjármálamarkaði og jafnvel uppreisn þegnanna og að lokum falli ríkisins.

Ísland

Útgáfa íslenskra ríkisskuldabréfa
Dagsetning Upphæð
22. maí 2008 25. milljarðar kr.[2]

Lög um ríkisskuldabréf voru sett 4. júní árið 1924, þegar Jón Magnússon var forsætisráðherra. Í þeim segir að ef ríkissjóður taki lán, þurfi hann að gefa út ríkisskuldabréf fyrir samsvarandi upphæð. Vextir eiga að vera greiddir út tvisvar á ári, 1. október og 1. apríl, að hálfu í hvort sinn. Líftími þeirra má vera 25 ár að hámarki. Lögin voru felld úr gildi árið 2018.

Í 24. gr reglugerðar um Seðlabanka Íslands segir að bankinn megi kaupa og selja ríkisskuldabréf og önnur trygg verðbréf í því augnamiði „að á komist skipuleg verðbréfaviðskipti.“[3]

Tilvísanir

  1. Landsbanki Íslands Um ríkisskuldabréf - http://bankinn.landsbankinn.is/fjarhagur/2011/08/18/Um-Rikisskuldabref/[óvirkur tengill]
  2. „Ríkisbréf fyrir 25 ma.kr. gefin út“. RÚV. 22. maí 2008.
  3. Reglugerð fyrir Seðlabanka Íslands

Tenglar og tengt efni

Heimildir

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kembali kehalaman sebelumnya