Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Rannsóknir í heimspeki

Rannsóknir í heimspeki (þ. Philosophische Untersuchungen) er ásamt Rökfræðilegri ritgerð um heimspeki annað tveggja meginrita austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein. Í ritinu fjallar Wittgenstein um ýmsar gátur heimspekinnar, meðal annars í málspeki, merkingarfræði, rökfræði, heimspeki stærðfræðinnar og hugspeki. Hann heldur því fram að hugtakaruglingur sé rót flestra heimspekilegra vandamála. Ritið er almennt talið eitt miilvgasta rit um heimspeki frá 20. öld. Það kom fyrst út árið 1953 að Wittgenstein látnum.

Kembali kehalaman sebelumnya