Romulus Augustus
|
Vestrómverskur keisari
|
|
|
Valdatími
|
475 – 476
|
Fæddur:
|
um 460
|
Dáinn:
|
eftir 476
|
Dánarstaður |
Castellum Lucullanum (líklega) |
Forveri
|
Julius Nepos
|
Eftirmaður
|
enginn
|
Faðir |
Orestes |
---|
Keisaranafn |
Flavius Romulus Augustus |
Romulus Augustus (fæddur um eða eftir 460, dáinn eftir 476) (einnig nefndur Romulus Augustulus) var síðasti keisari Vestrómverska keisaradæmisins. Nafn hans er einnig ritað Rómúlus Ágústus eða Rómúlus Ágústúlus á íslensku. Viðurnefnið Augustulus er niðrandi og má þýða sem „litli Augustus.“
Romulus var skipaður keisari, 31. október 475, af föður sínum, Orestes, eftir að hinn síðarnefndi hafði náð Ravenna, höfuðborg Vestrómverska ríkisins, á sitt vald. Julius Nepos, keisari, flúði þá til Dalmatíu þar sem hann hélt völdum á litlu svæði til ársins 480, og gerði þar áfram tilkall til keisaratitilsins. Keisari Austrómverska ríkisins viðurkenndi reyndar aldrei Romulus Augustus sem keisara, heldur einungis Julius Nepos.
Romulus var aðeins unglingur þegar hann varð keisari og hið raunverulega vald lá hjá föður hans, Orestes. Vestrómverska ríkið hafði minnkað talsvert áratugina á undan og á tíma Romulusar náði það yfir lítið stærra svæði en Ítalíuskagann. Orestes var tekinn af lífi af germönskum málaliðum, undir forystu hershöfðingjans Odoacer, í ágúst árið 476. Nokkrum dögum seinna, eða 4. september, knúði Odoacer Romulus til þess að segja af sér sem keisari. Odoacer gerði sjálfur ekki tilkall til keisaratitils og skipaði engan annan í stöðuna. Afsögnin er því álitin marka endalok um 1200 ára samfelldrar sögu Rómaveldis í vestri. Lítið sem ekkert er vitað með vissu um líf Romulusar eftir afsögnina, en þó er talið að Odoacer hafi leyft honum að fara til ættingja sinna í Campaníu.