Það að púa er að syngja orðalaust (sbr. púa eitthvert lag), raula eða söngla er að syngja lágt, kveða fyrir munni sér, rolla er að syngja hátt og illa, tripla er að syngja með trillum (eða þríradda) og að kveða undir nefnist það að fylgja öðrum í söng.
Klassískur söngur skiptir raddsviði í kvennraddir sópran (efri) og alt (neðri) og karlraddir tenór (efri) og bassa (neðri). Síðan eru til raddsvið innan þessarra radda.