Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Steinbítur

Steinbítur
Steinbítar í sædýrasafninu í Lófóten, Noregi
Steinbítar í sædýrasafninu í Lófóten, Noregi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Steinbítar (Anarhichadidae)
Ættkvísl: Sæúlfar (Anarhichas)
Tegund:
A. lupus

Tvínefni
Anarhichas lupus
Linnaeus, 1758
Útbreiðsla steinbíts
Útbreiðsla steinbíts

Steinbítur (fræðiheiti: Anarhichas lupus) er fiskur sem lifir í sjó um allt Norður-Atlantshafið, bæði að austan og vestan. Hann er sívalur og aflangur og hreistrið er smátt og inngróið sem gerir hann sleipan. Einn bakuggi liggur eftir endilöngum hryggnum og sömuleiðis einn langur gotraufaruggi frá gotraufinni að sporði að neðan. Eyruggarnir eru stórir og hringlaga. Bakugginn og bakið eru blágrá að lit með dökkum þverröndum, en kviðurinn er ljósari. Í bæði efri og neðri góm er steinbítur með sterkar vígtennur til að bryðja skeljar skeldýra og krabbadýra sem hann nærist á. Hann missir þessar tennur um hrygningartímann í október-nóvember og sveltur þá þar til nýjar tennur vaxa.

Hann verður yfirleitt um 80 cm langur, en getur orðið allt að 125 cm. Hann heldur sig á leir- eða sandbotni á 20-300 metra dýpi.

Steinbítur er langmest veiddur á línu, en kemur einnig í botnvörpu og dragnót. Hann er vinsæll matfiskur, með þétt, hæfilega feitt, hvítt hold sem er auðvelt að matreiða.

Tilvísanir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kembali kehalaman sebelumnya