Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Stuttgart

Stuttgart
Skjaldarmerki Stuttgart
Staðsetning Stuttgart
LandÞýskaland
SambandsríkiBaden-Württemberg
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriFrank Nopper [1] (CDU)
Flatarmál
 • Samtals207,36 km2
Mannfjöldi
 (2021)
 • Samtals626.275
 • Þéttleiki3.000/km2
TímabeltiUTC +1 / UTC +2 (sumar)
Vefsíðastuttgart.de

Stuttgart er höfuðborg þýska sambandslandsins Baden-Württemberg. Borgin stendur á hæðóttu landi við ána Neckar. Íbúar eru rúmlega 630 þúsund í borginni sjálfri (2021), en um þrjár milljónir á stórborgarsvæðinu.

Lega

Stuttgart liggur við norðausturjaðar Svartaskógar í suðvesturhluta Þýskalands. Frönsku landamærin eru 60 km til vesturs, en þau svissnesku 100 km til suðurs. Næstu stærri borgir eru Esslingen til suðausturs (10 km), Ludwigsburg til norðurs (15 km), Tübingen til suðurs (40 km) og Pforzheim til norðvesturs (50 km).

Orðsifjar

Borgin hét upphaflega Stutgarten, sem merkir hrossagarður. Stute er meri, garten er garður, býli eða bær.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Stuttgart er svartur prjónandi hestur á gulum grunni. Hesturinn kom fyrst fram í skildi frá 1312 og vísar til þess að borgin var eitt sinn stóðgarður konungs. Núverandi merki er frá 1938.

Söguágrip

Stuttgart í kringum 1650. Mynd eftir Matthäus Merian.
  • Elsti hluti Stuttgart er Bad Cannstatt en þar reistu Rómverjar virki við Neckar á 1. öld e.Kr.
  • Alemannar eyddu virkinu um miðja 3. öld.
  • Milli 926-948 var Stuttgart stofnuð sem stóðgarður, sennilega af hertoganum Liudolf von Schwaben.
  • 1219 veitti Hermann V frá Baden Stuttgart borgarréttindi. Borgin verður aðsetur hertoganna í Baden, seinna Württembergs, allt til 1918.
  • 1845 fékk Bad Cannstatt járnbrautartengingu en Stuttgart ári seinna.
  • 1905 var Bad Cannstatt innlimuð í Stuttgart.
  • 1944 varð borgin fyrir miklum loftárásum bandamanna, alls 53svar sinnum. 68% borgarinnar eyðilagðist.
  • 1945 hertóku Bandaríkjamenn borgina og var hún á hernámssvæði þeirra.
  • 1946 var Stuttgart gerð að höfuðborg bandaríska hernámssvæðisins Württemberg-Baden.
  • 1952 verður Stuttgart höfuðborg hins nýstofnaða sambandslands Baden-Württemberg.

Íþróttir

Mercedes-Benz-Arena hét áður Neckarstadion

Aðalknattspyrnufélög borgarinnar eru VfB Stuttgart og Stuttgarter Kickers. VfB Stuttgart hefur 5 sinnum hefur orðið þýskur meistari (síðast 1997), komst í úrslit Evrópukeppni meistaraliða 1989 (tapaði þá fyrir Napoli) og í úrslit Evrópukeppni bikarhafa 1998 (tapaði þá fyrir Chelsea FC). Tveir íslenskir knattspyrnumenn hafa leikið með félaginu, Ásgeir Sigurvinsson (1982-1990) og Eyjólfur Sverrisson (1990-1994). Stuttgarter Kickers hefur aldrei orðið meistari, en lenti í öðru sæti 1908 og komst í úrslit í bikarkeppninni 1987. Það leikur í neðri deildum. Nokkrir leikir í HM 1974 og HM 2006 fóru fram í Mercedes-Benz-Arena (áður Neckar-Stadion) í Bad Cannstadt.

Stuttgart var vettvangur EM í frjálsum 1986 og HM í frjálsum 1993.

Kvennaliðið CJD Feuerbach í blaki er þrefaldur þýskur meistari. Félagið er um þessar mundir ekki með aðallið sökum fjárhagsörðugleika.

Viðburðir

Gamall Bugatti á Retro Classics
  • Retro Classics er heiti á einni stærstu og merkustu bílasýningu Þýskalands á fornbílum (og hjólum). Árið 2009 voru 2.500 bílar og hjól til sýnis. Sýningarsvæðið var 100 þús m2 að stærð. Retro Classics hófst árið 2001 og fer fram að vori ár hvert.
  • Cannstadter Wasen er heiti á hátíð í Stuttgart, en það er nokkurs konar þjóðhátíð borgarinnar. Það er reyndar haldið tvisvar á ári, á vorin og á haustin. Það er nokkurs konar leiktækjagarður og sver sig í ættina við Oktoberfest í München. Hátíðin hófst 1818 sem nokkurs konar uppskeruhátíð.
  • Trickfilmfestival Stuttgart er heiti á stærstu teiknimyndasýningu Þýskalands og einni stærstu í heimi. Hátíð þessi hófst 1982 og er veitt verðlaun fyrir ýmis atriði, s.s. besta myndin, fyndnasta myndin, besta tónlistin, o.fl. Allt að 500 myndir eru kynntar á hátíð hverri, allt frá venjulegum teiknimyndum til þrívíddamynda. Í tengslum við hátíðina fer fram ráðstefna og kynning á framleiðslu teiknimynda (Animation, Effects, Games and Interactive Media), en það er stærsta ráðstefna og kynning þess efnis í Evrópu.

Vinabæir

Stuttgart viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Frægustu börn borgarinnar

Byggingar og kennileiti

Heimildir

Tilvísanir

  1. (þýska) Stuttgarts Oberbürgermeister: Frank Nopper ist jetzt mit allen Rechten im Amt, Stuttgarter Zeitung, 4. janúar 2022
Kembali kehalaman sebelumnya