Thomas Nagel (fæddur 4. júlí1937) er bandarískurheimspekingur og prófessor í heimspeki og lögfræði við New York University. Hann fæst einkum við hugspeki, stjórnspeki og siðfræði. Nagel er þekktur fyrir gagnrýni sína á smættarefnishyggju í greininni „What Is it Like to Be a Bat?“ (1974). Hann er einnig þekktur fyrir framlag sitt í siðfræði og stjórnspeki. Í ritinu The Possibility of Altruism (1970) færði Nagel til að mynda rök fyrir því að fólk geti haft góða ástæðu til þess að gera góðverk án þess að eiga von á að hagnast sjálft og án þess að vera hrært af samúð.
Nagel hefur fengist mikið við togsteituna milli hin hlutlæga og hins huglæga sjónarhorns: um ástæður til athafna, um athafnir, um reynslu og veruleikann sem slíkan. Í hugspeki er hann þekktur málsvari þeirrar kenningar að meðvitund og upplifanir sé ekki hægt að smætta í heilaferli. Hann hefur, ásamt Bernard Williams, lagt mikið af mörkum til umræðunnar um siðferðilega heppni.
Hugspeki
Ein frægasta grein Nagels er „What is it Like to Be a Bat?“. Greinin birtist upphaflega í The Philosophical Review árið 1974. Í greininni færir Nagel rök fyrir því að meðvitund hafi í eðli sínu huglæg sérkenni (e. „subjective character“), eins konar hvernig það er horf.
Helstu rit
Bækur
1970, The Possibility of Altruism (Oxford: Oxford University Press).
1979, Mortal Questions (Cambridge: Cambridge University Press).
1986, The View from Nowhere (Oxford: Oxford University Press).
1987, What Does It All Mean?: A Very Short Introduction to Philosophy (Oxford: Oxford University Press).
1991, Equality and Partiality (Oxford: Oxford University Press).
1995, Other Minds: Critical Essays, 1969-1994 (Oxford: Oxford University Press).
1997, The Last Word (Oxford: Oxford University Press).
2002, The Myth of Ownership: Taxes and Justice (ásamt Liam Murphy) (Oxford: Oxford University Press).
2002, Concealment and Exposure and Other Essays (Oxford: Oxford University Press).
Greinar
1959, „Hobbes's Concept of Obligation“, Philosophical Review: 68-83.