Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Thomas Nagel

Thomas Nagel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. júlí 1937 (1937-07-04) (87 ára)
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Skóli/hefðRökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk„What Is it Like to Be a Bat?“; Mortal Questions; The View from Nowhere; What Does It All Mean?
Helstu kenningar„What Is it Like to Be a Bat?“; Mortal Questions; The View from Nowhere; What Does It All Mean?
Helstu viðfangsefnihugspeki, meðvitund, stjórnspeki, siðfræði
Nagel (2008)

Thomas Nagel (fæddur 4. júlí 1937) er bandarískur heimspekingur og prófessor í heimspeki og lögfræði við New York University. Hann fæst einkum við hugspeki, stjórnspeki og siðfræði. Nagel er þekktur fyrir gagnrýni sína á smættarefnishyggju í greininni „What Is it Like to Be a Bat?“ (1974). Hann er einnig þekktur fyrir framlag sitt í siðfræði og stjórnspeki. Í ritinu The Possibility of Altruism (1970) færði Nagel til að mynda rök fyrir því að fólk geti haft góða ástæðu til þess að gera góðverk án þess að eiga von á að hagnast sjálft og án þess að vera hrært af samúð.

Ævi

Thomas Nagel var fæddur 4. júlí 1937 í Belgrad í Júgóslavíu (nú í Serbíu). Fjölskylda hans var gyðingtrúar. Hann hlaut B.A.-gráðu sína frá Cornell-háskóla árið 1958, B.Phil. gráðu frá Oxford-háskóla árið 1960 og doktorsgráðu frá Harvard-háskóla árið 1963 undir leiðsögn Johns Rawls. Nagel kenndi um hríð við Kaliforníuháskóla í Berkeley (1963-1966) og Princeton-háskóla (1966-1980).

Heimspeki

Nagel hefur fengist mikið við togsteituna milli hin hlutlæga og hins huglæga sjónarhorns: um ástæður til athafna, um athafnir, um reynslu og veruleikann sem slíkan. Í hugspeki er hann þekktur málsvari þeirrar kenningar að meðvitund og upplifanir sé ekki hægt að smætta í heilaferli. Hann hefur, ásamt Bernard Williams, lagt mikið af mörkum til umræðunnar um siðferðilega heppni.

Hugspeki

Ein frægasta grein Nagels er „What is it Like to Be a Bat?“. Greinin birtist upphaflega í The Philosophical Review árið 1974. Í greininni færir Nagel rök fyrir því að meðvitund hafi í eðli sínu huglæg sérkenni (e. „subjective character“), eins konar hvernig það er horf.

Helstu rit

Bækur

  • 1970, The Possibility of Altruism (Oxford: Oxford University Press).
  • 1979, Mortal Questions (Cambridge: Cambridge University Press).
  • 1986, The View from Nowhere (Oxford: Oxford University Press).
  • 1987, What Does It All Mean?: A Very Short Introduction to Philosophy (Oxford: Oxford University Press).
  • 1991, Equality and Partiality (Oxford: Oxford University Press).
  • 1995, Other Minds: Critical Essays, 1969-1994 (Oxford: Oxford University Press).
  • 1997, The Last Word (Oxford: Oxford University Press).
  • 2002, The Myth of Ownership: Taxes and Justice (ásamt Liam Murphy) (Oxford: Oxford University Press).
  • 2002, Concealment and Exposure and Other Essays (Oxford: Oxford University Press).

Greinar

  • 1959, „Hobbes's Concept of Obligation“, Philosophical Review: 68-83.
  • 1959, „Dreaming“, Analysis: 112-6.
  • 1965, „Physicalism“, Philosophical Review: 339-56.
  • 1969, „Sexual Perversion“, Journal of Philosophy: 5-17.
  • 1969, „The Boundaries of Inner Space“, Journal of Philosophy: 452-8.
  • 1970, „Death“, Nous: 73-80.
  • 1970, „Armstrong on the Mind“, Philosophical Review: 394-403.
  • 1971, „Brain Bisection and the Unity of Consciousness“, Synthese: 396-413.
  • 1971, „The Absurd“, Journal of Philosophy: 716-27.
  • 1972, „War and Massacre“, Philosophy & Public Affairs, vol. 1: 123-44.
  • 1973, „Rawls on Justice“, Philosophical Review: 220-34.
  • 1973, „Equal Treatment and Compensatory Discrimination“, Philosophy & Public Affairs, vol. 2: 348-62.
  • 1974, „What Is it Like to Be a Bat?“, Philosophical Review: 435-50.
  • 1976, „Moral Luck“, Proceedings of the Aristotelian Society Supplementary vol. 50: 137-55.
  • 1979, „The Meaning of Equality“, Washington University Law Quarterly: 25-31.
  • 1981, „Tactical Nuclear Weapons and the Ethics of Conflict“, Parameters: Journal of the U.S. Army War College: 327-8.
  • 1983, „The Objective Self“, hjá Carl Ginet og Sydney Shoemaker (ritstj.), Knowledge and Mind (Oxford: Oxford University Press): 211-232.
  • 1987, „Moral Conflict and Political Legitimacy“, Philosophy & Public Affairs: 215-240.
  • 1994, „Consciousness and Objective Reality“, hjá R. Warner og T. Szubka (ritstj.), The Mind-Body Problem (London: Blackwell).
  • 1995, „Personal Rights and Public Space“, Philosophy & Public Affairs, vol. 24, no. 2: 83-107.
  • 1998, „Concealment and Exposure“, Philosophy & Public Affairs, vol. 27, no. 1: 3-30.
  • 1998, „Conceiving the Impossible and the Mind-Body Problem“, Philosophy, vol. 73, no. 285: 337-352.
  • 2000, „The Psychophysical Nexus“, hjá Paul Boghossian og Christopher Peacocke (ritstj.) New Essays on the A Priori (Oxford: Clarendon Press): 432-471.
  • 2003, „Rawls and Liberalism“, hjá Samuel Freeman (ritstj.) The Cambridge Companion to Rawls (Cambridge: Cambridge University Press): 62-85.
  • 2003, „John Rawls and Affirmative Action“, The Journal of Blacks in Higher Education, no. 39: 82-4.

Tenglar

  • Heimasíða Nagels hjá New York University
  • „Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni"?“. Vísindavefurinn.
Kembali kehalaman sebelumnya