Ísafjarðardjúp heitir einn dýpsti fjörður á Íslandi og er hann eitt megineinkenni Vestfjarða enda sker hann næstum Vestfjarðarkjálkan sundur. Oft er nafn fjarðarins stytt og hann nefndur Djúpið. Í eldri heimildum er allur fjörðurinn nefndur Ísafjörður en Ísafjarðardjúp hétu hinir djúpu álar sem ganga út úr firðinum. Ísafjarðardjúp er um 20 km breitt við mynni þess, á milli Grænuhlíðar og Óshlíðar en er innar um 7 til 10 km að breidd. Frá mynni Djúpsins inn í botn innsta fjarðarins, Ísafjarðar, er um 120 km vegalengd [heimild vantar].