Alexandr Sergejevítsj Púshkín (rússneska: Александр Сергеевич Пушкин) (6. júní 1799 – 10. febrúar 1837) var rússneskt rómantískt skáld og rithöfundur og frumkvöðull rússneskra nútímabókmennta. Hann átti upphafið að notkun þjóðtungunnar sem bókmenntamáls. Hann var af gömlum rússneskum aðalsættum en aðhylltist róttækar umbótahugmyndir sem aflaði honum lítilla vinsælda hjá stjórnvöldum. Skoðanir hans ollu því að hann átti erfitt með að fá verk sín gefin út. Hann lést af sárum sem hann hlaut í einvígi við meintan ástmann eiginkonu sinnar, Natalíu.
Tengill