Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Borðey

Kort af Borðey.
Landfræðileg lega Borðeyjar

Borðey (færeyska: Borðoy) er eyja í miðjum Norðeyjum Færeyja, 95 km² að stærð. Hún er mjög vogskorin.

Á eynni eru átta byggðir: Ánir, Árnafjørður, Depil, Norðdepil, Norðoyri, Norðtoftir, Strond og Klakksvík, sem er næststærsti bær Færeyja. Á eynni búa um 4900 manns, þar af rúmlega 4500 í Klakksvík, eða um 80% af samanlögðum íbúafjölda Norðeyja. Klakksvík er líka mesti fiskveiðibær Færeyja.

Þrjár eyðibyggðir eru á norðanverðri eynni, Skálatóftir, Múli og Fossá. Múli var ein afskekktasta byggð Færeyja en þangað var ekkert vegasamband fyrr en 1989 og allir flutningar með bátum og þyrlum. Byggðin fór svo í eyði 1994, fimm árum eftir að vegur var lagður þangað.

Á Borðey eru fimm fjöll: Borðoyarnes (392 m), Depilsknúkur (680 m), Háfjall (647 m), Hálgafell (503 m) og hæsta fjallið á eynni, Lokki (755 m).

Á árunum 1965 og 1967 voru gerð tvenn jarðgöng á eynni sem tengja Klakksvík við Árnafjörð og svo byggðirnar á austurströndinni, þar á meðal Norðdepil, en þaðan var gerð vegfylling til Hvannasunds á Viðey. Seinna var gerð vegfylling til Haraldssunds á Konuey og var þá hægt að aka á milli eyjanna þriggja. Þann 29. apríl 2006 voru svo Norðeyjagöngin opnuð. Þau eru 6,2 km löng neðansjávargöng yfir til Austureyjar og nú er hægt að aka til Austureyjar og þaðan yfir brú til Straumeyjar og síðan um göng til Voga.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Kembali kehalaman sebelumnya