Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Eugene O'Neill

Eugene O'Neill
Eugene O'Neill
Mynd af Eugene O'Neill eftir Alice Boughton.
Fæddur: 16. október 1888
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
Látinn:27. nóvember 1953 (65 ára)
Boston, Massachusetts, Bandaríkjunum
Starf/staða:Leikskáld
Þjóðerni:Bandarískur
Bókmenntastefna:Módernismi
Þekktasta verk:Dagleiðin langa inn í nótt (1956)
Maki/ar:Kathleen Jenkins ​(g. 1909; sk. 1912)
​Agnes Boulton (g. 1918; sk. 1929)
​Carlotta Monterey (g. 1929)
Börn:3
Undir áhrifum frá:Anton Tsjekhov, Henrik Ibsen, August Strindberg
Undirskrift:

Eugene Gladstone O'Neill (16. október 1888 – 27. nóvember 1953) var bandarískt leikritaskáld. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1936 og vann fern Pulitzer-verðlaun á þriðja áratugnum og ein eftir dauða sinn árið 1957.

Æviágrip

Eugene O'Neill fæddist á Broadway í New York-borg árið 1888. Faðir hans var þekktur leikari að nafni James O'Neill. Til sjö ára aldurs var O'Neill undir umsjá skoskrar barnfóstru og ólst að mestu upp á gistiheimilum sem foreldrar hans gistu á í ferðum um Bandaríkin. O'Neill gekk í fjögur ár í skóla í Stamford í Connecticut og síðan í Princeton-háskóla í eitt ár en var rekinn þaðan fyrir ósæmilega hegðun.[1] Saga gekk af því að O'Neill hefði verið rekinn fyrir að brjóta rúðu á húsi Woodrows Wilson, rektors Princeton-háskóla, með bjórflösku, en raunin mun hafa verið sú að hann braut rúðu í húsi stöðvarstjóra með múrsteini.[2]

Eftir brottreksturinn úr Princeton hjálpaði O'Neill föður sínum í leikhússtörfum. Hann slóst einnig í för með námuverkfræðingi í gullleit til Hondúras en veiktist þar af malaríu og varð að snúa aftur til New York. Hann var ráðinn sem háseti á skipi á leið til New York og réðst síðan sem háseti á norsku skipi sem sigldi frá Boston til Búenos Aíres.[1]

Árið 1912 hóf O'Neill störf sem blaðamaður í New London en veiktist á þeim tíma og var lagður inn á berklahæli. Á meðan hann dvaldi þar skrifaði hann tvö löng leikrit og tólf smáleikrit sem hann sýndi föður sínum. Föður O'Neill leist illa á leikritin þar sem þau þóttu brjóta í bága við hefðbundna leiklist en O'Neill ákvað engu að síður að gefa þau út árið 1914 í safnriti með titlinum Thirst and Other One-Act Plays.[1]

Bókin með leikritunum vakti ekki mikla athygli, en sum leikrit O'Neill voru þó sýnd í smærri leikhúsum New York-borgar og fengu svo góðar viðtökur að árið 1919 var ákveðið að sýna leikritið Beyond the Horizon á Broadway. Leikritinu var vel tekið og O'Neill fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir besta bandaríska leikrit ársins með því. Upp frá því hóf O'Neill óslitna sigurgöngu með leikritum sem náðu miklum vinsældum bæði í Bandaríkjunum og erlendis.[1]

Síðari æviár sín var O'Neill, ásamt þriðju eiginkonu sinni, Carlottu, með annan fótinn í New York til þess að geta verið nálægt Broadway. Árið 1948 var O'Neill orðinn nær lamaður úr Parkinsonsveiki og gat því lítið skrifað eða unnið. Hjónin keyptu lítið hús í Marble Head í Massachusetts og bjuggu þar uns stuttu áður en O'Neill lést úr lungnabólgu árið 1953, en þá höfðu þau flutt til Boston.[3]

Viðfangsefni í verkum O'Neill

O'Neill skrifaði mikið um hafið og um sjómannslíf, sér í lagi í eldri verkum sínum. Fjögur af einþættum leikritum sem O'Neill birti í bókinni The Moon of the Caribees fjölluðu um átakanlegar myndir úr ævi sjómanna og í leikritinu Anne Christie notaði hann hafið sem hið ytra tákn örlaganna.[1]

O'Neill var undir áhrifum frá leikritaskáldinu August Strindberg, sem hann kallaði spakvitrasta leikritahöfund samtíma síns. Verk hans voru undir áhrifum frá kjarnsæisstefnu, sem leitaðist við því að skyggnast undir yfirborð hlutanna í leit að duldum orsökum að breytni fólks. Jafnframt einkenndust verk hans af sálrýnistefnu í anda Sigmunds Freud.[1]

Frægasta leikrit O'Neill, Dagleiðin langa inn í nótt (e. Long Day's Journey into Night) var með sjálfsævisögu ívafi þar sem persónur leikritsins kölluðust á við O'Neill sjálfan og foreldra hans.[4]

Einkahagir

Eugene O'Neill var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Kathleen Jenkins, sem hann kvæntist árið 1909 og skildi við árið 1912. Þau eignuðust einn son sem framdi sjálfsmorð árið 1950.[3]

O'Neill kvæntist annari konu sinni, Agnes Boulton, árið 1918 og eignaðist með henni tvö börn. Dóttir þeirra, Oona, giftist gamanleikaranum Charlie Chaplin áður en hún var orðin tvítug. Hjónabandið hlaut ekki náð í augum O'Neill þar sem Chaplin var 35 árum eldri en Oona. Hjónaband Oonu og Chaplin var engu að síður farsælt og þau eignuðust átta börn saman. Sjálfur skildi O'Neill við Agnesi árið 1929.[3]

Þriðja kona O'Neill var Carlotta Monterey, sem hann kvæntist sama ár og hann skildi við Agnesi. Hjónaband þeirra entist þar til O'Neill lést árið 1953 en þau eignuðust engin börn.[3]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Stefán Einarsson (1. júlí 1930). „Eugene O'Neill“. Eimreiðin. bls. 277-295.
  2. Halldór Þorsteinsson (1. júlí 1957). „Eugene O'Neill“. Tímarit Máls og menningar. bls. 99-120.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Stefán Einarsson (1. október 1954). „Leikritaskáldið O'Neill“. Eimreiðin. bls. 260-272.
  4. Sveinbjörn I. Baldvinsson (21. nóvember 1982). „Eugene O'Neill og Dagleiðin langa inn í nótt“. Morgunblaðið. bls. 52-53.

Read other articles:

Секст Еруцій КларНародився невідомоПомер 146(0146)Країна Стародавній РимДіяльність політик, військовий очільникПосада консул-суффект і ординарний консулТермін 117 і 146 рокиРід ЕруціїБатько Марк Еруцій КларУ шлюбі з Catilia SeveradДіти Гай Еруцій Клар  Медіафайли у Вікісховищі С

 

American educator and former U.S. Navy admiral Donald J. GuterGuter as a rear admiral, 199810th President and Dean of the South Texas College of Law HoustonIn officeAugust 1, 2009 (2009-08-01) – August 1, 2019 (2019-08-01)Preceded byJames J. AlfiniSucceeded byMichael F. Barry10th Dean of the Duquesne University School of LawIn officeAugust 2005 (2005-08) – December 10, 2008 (2008-12-10)Preceded byNicholas P. CafardiS...

 

This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article does not cite any sources. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Extended Resolution Compact Disc – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (May 2014) (Learn how and when to remove this ...

DualDisc is een combinatie van een cd en dvd. Sommige platenlabels brengen sinds circa 2005 albums van artiesten uit op DualDisc. Een DualDisc bevat een kant af te spelen in een cd-speler en een kant af te spelen in een dvd-speler. De cd-kant bevat het album dat ook als normale cd wordt uitgegeven. De dvd-kant bevat extra's zoals documentaires en videoclips. Geschiedenis DualDiscs kwamen in 2004 voor het eerst op de markt in de Verenigde Staten. Ze maakten toen deel uit van een marktonderzoek...

 

 Nota: Black Bart redireciona para este artigo. Para o filme com Yvonne De Carlo e Dan Duryea, veja Black Bart (filme). Bartholomew Roberts Bartholomew Roberts Nome John Roberts Apelido (s) Black Bart Nascimento 1682 Local Haverfordwest, País de Gales Reino da Inglaterra Morte 10 de fevereiro de 1722 (40 anos) Local Cabo Lopez, Gabão Tipo de pirata Flibusteiro Defendia a bandeira do(a) Ele e sua tripulação Atividade 1719-1722 (3 anos) Conhecido por Pirata mais bem suced...

 

Political party in Ukraine Self RelianceSamopomich СамопомічLeaderOksana Syroyid[1]FounderAndriy SadovyiFounded29 December 2012HeadquartersLvivMembership (2019[2])±2,000[2]IdeologyChristian democracy[3][4][5]Liberal conservatism[6]Pro-Europeanism[7]Political positionCentre-rightEuropean affiliationEuropean People's Party (observer)[7]Colours  Green  BlueVerkhovna Rada[8]1 / 450Regions ...

Abuya Syeikh Drs. Tgk. H. Jamaluddin WalyLahirDjamaluddin(1945-08-24)24 Agustus 1945Meninggal21 Juli 2016(2016-07-21) (umur 70)RSUD Teungku Peukan, Aceh Barat DayaKebangsaanIndonesiaNama lainAbuya Jamal TanjuangOrganisasiPersatuan Tarbiyah Islamiyah (PERTI)Dikenal atasUlamaPartai politikPPPSuami/istriUmmi Hj. Salwati binti Tgk. Abati HasanOrang tuaMuhammad Waly Al-Khalidy (ayah)Rasimah (ibu)KeluargaMuhibuddin Waly (abang)Muhammad Arifin Ilham (menantu) Abuya Drs. K.H. Jamaluddin Wal...

 

Peta menunjukan lokasi Sinait Data sensus penduduk di Sinait Tahun Populasi Persentase 199522.608—200024.0701.35%200724.8960.47% Sinait adalah munisipalitas yang terletak di provinsi Ilocos Sur, Filipina. Pada tahun 2010, munisipalitas ini memiliki populasi sebesar 25.777 jiwa atau 5.643 rumah tangga. Pembagian wilayah Secara administratif Sinait terbagi menjadi 44 barangay, yaitu: Aguing Ballaigui (Pob.) Baliw Baracbac Barikir Battog Binacud Cabangtalan Cabarambanan Cabulalaan Cadanglaan C...

 

This article does not cite any sources. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Thomas Hassall Anglican College – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (November 2011) (Learn how and when to remove this template message) School in AustraliaThomas Hassall Anglican CollegeThe administration block of the CollegeLocationMiddleton Grange, south-western Syd...

American actor and filmmaker (born 1955) Kevin CostnerCostner in 2016BornKevin Michael Costner (1955-01-18) January 18, 1955 (age 68)Lynwood, California, U.S.Alma materCalifornia State University, Fullerton (BA)OccupationsActorfilmmakermusicianYears active1978–presentWorksFull listSpouses Cindy Silva ​ ​(m. 1978; div. 1994)​ Christine Baumgartner ​ ​(m. 2004; div. 2023)​ Children7A...

 

У Вікіпедії є статті про інші значення цього терміна: Досвід. Досвід у відеоіграх — умовне позначення досягнень персонажа у грі, виражене в числовому еквіваленті. Нерідко слово досвід замінюється геймерами на «експа» («експіха», слово вживається у жіночому роді, від с...

 

The Toy Collector AuthorJames GunnLanguageEnglishGenreFictionPublished2000PublisherBloomsbury PublishingPages276ISBN1-58234-081-1OCLC43940209 The Toy Collector is a novel written by James Gunn, published by Bloomsbury Publishing in 2000. It is the story of a hospital orderly who steals drugs from the hospital which he sells to help keep his toy collection habit alive. Although the work is fictional, the name of the protagonist is James Gunn. Content The novel flashes back and forth between th...

Alex G discographyAlex G performing at South by Southwest in 2015Studio albums9Live albums2EPs2Singles22Soundtrack albums1 American musician Alex G has released nine studio albums and two EPs, as well as two live albums and a soundtrack album. His first four studio albums were self-released on the music-sharing website Bandcamp. His fifth album, DSU, was released on Orchid Tapes in 2014, and his subsequent releases have been with the label Domino Recording Company. He has also contributed to ...

 

British socialist garage punk band from Surrey, England Not to be confused with The Faction or Faction. Thee FactionRed Scare (left), Babyface (right)Background informationOriginSurrey, EnglandGenresGarage punk, punk, garage rockYears active2010–presentLabelsSoviet Beret[1]MembersBilly Brentford NylonsBabyfaceDai NastyKassandra KrossingThee CitizenRed ScareNineteen NineteenThe Ol' One HandPast membersThe G.A.Horace HardmanChristine CampbellWebsitetheefaction.org Thee Faction are a B...

 

Indigenous Australian musician Thelma PlumThelma Plum performing in April 2023Background informationBirth nameThelma Amelina PlumbeBorn (1994-12-21) 21 December 1994 (age 28)Brisbane, Queensland, AustraliaOriginDelungra, New South Wales, AustraliaGenresFolk[1]Occupation(s)SingersongwriterguitaristmusicianInstrument(s)VocalsguitarYears active2012–presentLabelsFootstompWarner Music Australia[2]Websitethelmaplum.com Musical artist Thelma Amelina Plumbe (born 21 December 19...

Governing body for soccer in northern New South Wales Northern NSW FootballFormation1887; 136 years ago (1887)HeadquartersNewcastle, New South WalesParent organisationFootball AustraliaWebsitewww.northernnswfootball.com.au Northern NSW Football (NNSWF) is the governing body of soccer in the north of New South Wales, Australia. It is a member of the national governing body, Football Australia. The Federation's roots were go back to the formation of the Northern District Briti...

 

NBC affiliate in Boise, Idaho Not to be confused with Television Broadcasts Limited in Hong Kong. This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: KTVB – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (February 2013) (Learn how and when to remove this template message) KTVBBoise, IdahoUnited StatesChannelsDigita...

 

1991 Indian film directed by P. Padmarajan Njan GandharvanPromotional PosterDirected byP. PadmarajanWritten byP. PadmarajanProduced byR. MohanStarringNitish BharadwajSuparna AnandCinematographyVenuEdited byB. LeninMusic byJohnsonProductioncompanyGoodKnight FilmsDistributed byManorajyam ReleaseRelease date 11 January 1991 (1991-01-11)[1] Running time136 minutesCountryIndiaLanguageMalayalam Njan Gandharvan (transl. I am Gandharva) is a 1991 Indian Malayalam-language...

Japanese manga artist Daijiro MorohoshiBornMorohoshi Daijirō諸星 大二郎 (1949-07-06) July 6, 1949 (age 74)Karuizawa, Nagano Prefecture, JapanNationalityJapaneseOther namesMorohoshi Yoshikage諸星 義影Occupation(s)Manga artist, illustrator, writerYears active1970–presentKnown forYōkai Hunter, Saiyū YōendenAwardsTezuka Osamu Cultural Prize (2000) Part of a series onAnime and manga Anime History Voice acting Companies Studios Original video animation Original ne...

 

Artikel ini bukan mengenai Bahasa Arab. Bahasa Aram ארמית Arāmît, ܐܪܡܝܐ Ārāmāyâ Pengucapan/arɑmiθ/, /arɑmit/, /ɑrɑmɑjɑ/, /ɔrɔmɔjɔ/Dituturkan diArmenia, Azerbaijan, Iran, Irak, Israel, Georgia, Lebanon, Rusia, Suriah dan TurkiWilayahTimur Tengah, Asia Tengah, Eropa, Amerika Utara dan AustraliaPenutur445.000Rumpun bahasaAfroasiatik SemitSemit BaratSemit TengahSemit Barat LautAram Sistem penulisanAbjad Aram, Abjad Suryani, Abjad Ibrani, Abjad Samaria, Abjad MandaK...

 
Kembali kehalaman sebelumnya