Hastings var mikilvægur fiskibær í margar aldir. Þótt fiskiveiðar séu ekki jafnmikilvægar í borginni og áður er þar stærsti strandveiðifloti á Englandi. Seinna varð Hastings vinsæll orlofsstaður. Borginn hefur einnig verið kölluð upphafsstaður sjónvarps, því uppfinningamaðurinn John Logie Baird bjó þar á árunum 1922–24.
Hastings er ennþá vinsæll ferðamannastaður, þótt hótelin séu færri í dag en áður. Árið 2018 voru íbúar bæjarins um 93.000.