Eastbourne er hafnarborg í Austur-Sussex á Suðaustur-Englandi. Bærinn byggðist upp á seinni hluta 19. aldar og eru þar byggingar frá viktoríutímabilinu. Nú er hann vinsæll ferðamannastaður og dregur að sér yngra fólk. Eastbourne varð fyrir verulegum loftárásum í síðari heimsstyrjöld og héldu þúsundir kanadískra hermanna þar til. Íbúar borgarinnar voru rúmlega 102.000 árið 2015.