Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Jóhann landlausi

Jóhann landlausi.

Jóhann landlausi (24. desember 116719. október 1216) var konungur Englands frá 6. apríl 1199 til dauðadags. Viðurnefni sitt (enska John Lackland) hlaut hann af því að hann var yngstur bræðra sinna og erfði engar lendur þegar faðir hans dó og jafnframt vegna þess að á konungstíð sinni tapaði hann stórum landsvæðum í hendur Frakkakonungs.

Uppvöxtur

Jóhann var fimmti sonur Hinriks 2. Englandskonungs og Elinóru af Akvitaníu og erfði krúnuna þegar Ríkharður ljónshjarta bróðir hans dó. Eldri bræður hans þrír (sá fjórði dó fárra ára gamall) gerðu allir uppreisn gegn föður þeirra, sumir oftar en einu sinni. Elinóra móðir þeirra studdi þá og var sett í stofufangelsi 1173, þegar Jóhann var um fimm ára gamall.

Jóhann landlausi á veiðum.

Barn að aldri var Jóhann heitbundinn Alais, dóttur og erfingja Humberts 3. af Savoja. Stúlkan var flutt til Englands til að alast upp við hirð tengdaföður síns en dó áður en af brúðkaupinu varð.

Jóhann fékk snemma á sig orð fyrir undirferli og sviksemi og vann ýmist með eða á móti bræðrum sínum, Hinrik unga, Ríkharði og Geoffrey. Árið 1184 gerðu Ríkharður og Jóhann báðir kröfu til yfirráða í Akvitaníu, sem var hertogadæmi móður þeirra. Árið 1185 var Jóhann settur yfir Írland og gerði sig svo óvinsælan þar að hann hraktist á brott eftir átta mánuði.

Á meðan Ríkharður var í Þriðju krossferðinni, frá 1190 til 1194, vann Jóhann á móti honum og þeim sem hann hafði sett yfir ríkið. Þegar Ríkharður var á heimleið var hann handsamaður af Leópold 5. Austurríkishertoga og síðan afhentur Hinrik 6. keisara, sem krafðist offjár í lausnargjald. Jóhann og Filippus 2. Frakkakonungur gengu í bandalag og buðu keisaranum háa fjárhæð fyrir að halda Ríkharði föngnum. Hann neitaði og Elinóru móður þeirra bræðra og Berangaríu af Navarra, konu Ríkharðs, tókst að skrapa saman fé í lausnargjaldið. Jóhann bað Ríkharð fyrirgefningar þegar hann sneri heim og fékk hana; Ríkharður, sem var barnlaus, útnefndi hann líka erfingja sinn.

Konungur Englands

Jóhann landlausi. Mynd úr handriti frá 14. öld.

Þegar Ríkharður dó 1199 játuðu Normandí og England Jóhanni hollustu og hann var krýndur í Westminster Abbey 27. maí. En Anjou, Maine og Bretagne höfnuðu honum og kusu fremur Arthúr hertoga af Bretagne, son Geoffreys eldri bróður Jóhanns. Hann naut líka stuðnings Filippusar 2. Frakkakonungs fyrst í stað en árið 1200 viðurkenndi Filippus tilkall Jóhanns.

Aðalsmenn í Poitou, sem var eitt af greifadæmum Jóhanns á meginlandinu, voru ósáttir við ýmislegt í stjórn hans og sneru sér til Filippusar. Hann kallaði Jóhann til sín í París en Jóhann neitaði að hlýða. Þar sem frönsku hertoga- og greifadæmin sem Jóhann réði voru frönsk lén gat Filippus kallað þetta óhlýðni við lénsherra og hann lýsti því yfir að Jóhann hefði fyrirgert rétti sínum til þeirra. Hann seldi Arthúri svo allar lendurnar að léni og trúlofaði hann jafnframt Maríu dóttur sinni. Jóhann hófst handa við að láta smíða flota til að geta háð stríð handan Ermarsunds og var það í raun upphaf breska konunglega flotans.

Arthúr reyndi að ná Elinóru af Akvitaníu, ömmu sinni og móður Jóhanns, á sitt vald með umsátri um kastalann Mirabeau, en Jóhann kom honum að óvörum og handsamaði hann. Arthúri var varpað í dýflissu og er ekki titað hvað um hann varð en hann er talinn hafa dáið eða verið drepinn fljótlega. Systir Arthúrs, Elinóra, var einnig sett í fangelsi og þar var hún til dauðadags 1241.

Magna Carta

Í júní 1204 náði Filippus Normandí á sitt vald og einnig hluta af Anjou og Poitou. Jóhann þurfti á miklu fé að halda til að halda úti her ef hann átti að eiga von í að ná frönsku lendunum á ný en með þeim hafði hann jafnframt tapað miklum tekjum svo að ljóst var að hann yrði að leggja á þunga skatta. Hann lagði meðal annars á tekjuskatt í fyrsta sinn og einnig hækkaði meðal annars greiðslu sem aðalsmenn þurftu að inna af hendi til að sleppa við beina herþjónustu, ellefu sinnum á sautján árum.

Síðustu hækkanirnar voru mestar og þá var aðalsmönnum nóg boðið. Í september 1214 neituðu margir aðalsmennn að borga, enda höfðu þeir enga trú á að Jóhanni tækist að ná frönsku lendunum aftur. Í maí 1215 höfnuðu þeir alfarið greiðslunni, héldu til London undir forystu Robert fitz Walter og tóku borgina, svo og Lincoln og Exeter. Jóhann átti fund með þeim við Runnymede nálægt London 15. júní 1215 og undirritaði þar Magna Carta, lagabálk sem takmarkaði vald konungsins og gerði honum skylt að hlíta tilteknum lögum og reglum.

Borgarastyrjöld

Loðvík prins, seinna Loðvík 8..

Jóhann átti í hörðum deilum við kaþólsku kirkjuna framan af ríkisárum sínum og fór svo að páfi bannfærði hann árið 1209. Til að losna undan bannfæringunni féllst Jóhann á það árið 1213 að gera England og Írland að lénsríkjum guðs, Péturs postula og Páls postula og gjalda páfanum ákveðna fjárhæð árlega og viðurkenna hann sem lénsherra sinn. Nú ákvað hann að nota sér þetta. Þar sem hann hafði verið beittur þrýstingi til að undirrita skjalið leitaði hann til lénsherra síns, páfans, og bað hann um að ógilda það.

Páfinn varð við því en hópur aðalsmanna gerði þá uppreisn gegn konungi og leitaði meðal annars aðstoðar hjá Loðvík, krónprinsi Frakklands, og bauð honum ensku krúnuna að launum. Kona Loðvíks, Blanka af Kastilíu, var dótturdóttir Hinriks 2. og systurdóttir Jóhanns. Jóhann fór víða um England og barðist gegn uppreisnarmönnum og jafnframt gegn Alexander 2. Skotakonungi, sem hafði notað tækifærið og ráðist inn í Norður-England. Hann réðist hins vegar ekki til atlögu við uppreisnarmenn í London, sem þeir höfðu á valdi sínu.

Þann 21. maí 1216 lenti Loðvík með her sinn í Kent, hélt þaðan til London og var lýstur konungur Englands í Pálskirkju en þó ekki krýndur. Í lok sumars hafði hann náð þriðjungi Englands á sitt vald og naut stuðnings tveggja þriðju hluta allra aðalsmanna. Jóhann konungur hraktist stað úr stað og var orðinn sjúkur af blóðkreppusótt. Sigur Loðvíks virtist skammt undan en þá dó Jóhann í Newark-kastala í Lincolnshire, 18. eða 19. nóvember 1216.

Hinrik sonur Jóhanns, þá níu ára að aldri, tók við krúnunni og þá brá svo við að ensku aðalsmennirnir snerust flestir á sveif með hinum nýja konungi. Her hans vann sigur á her Loðvíks í orrustu við Lincoln 20. maí 1217 og í ágúst tapaði franski flotinn sjóorrustu við þann enska. Þá neyddist Loðvík til að ganga til samninga þar sem hann féllst á að ráðast aldrei á England aftur og viðurkenna að hann hefði aldrei átt löglegt tilkall til krúnunnar. Í staðinn fékk hann allháa fjárhæð greidda.

Eftirmæli

Jóhann hefur fengið afar slæmt eftirmæli í sögunni, bæði vegna þess að hann tapaði miklum lendum í Frakklandi á fyrstu ríkisstjórnarárum sínum, hann stýrði ríki sínu inn í borgarastyrjöld og hann gerði England að lénsríki páfastóls. Hans er þó helst minnst fyrir það að hann var þvingaður til að undirrita Magna Carta. Að mörgu leyti var hann þó hæfur stjórnandi, vel að sér um málefni ríkisins og réttsýnn og var oft fenginn til að dæma í málum. Hann var hins vegar tortrygginn, sveifst einskis til að koma sínu fram og naut lítils trausts þegna sinna.

Hjónabönd og börn

Jóhann kvæntist Ísabellu af Gloucester, dóttur William Fitz Robert, jarls af Gloucester. Þau voru barnlaus og Jóhann fékk hjónaband þeirra gert ógilt vegna skyldleika um það leyti eða skömmu eftir að hann varð konungur. Hún hefur því aldrei verið talin drottning. 24. ágúst árið 1200 gekk Jóhann svo að eiga Ísabellu af Angoulême, sem hann hafði rænt frá unnusta hennar, Hugh 10. de Lusignan. Þau áttu fimm börn: Hinrik 3. Englandskonung, Ríkharð, jarl af Cornwall, Jóhönnu Skotadrottningu, konu Alexanders 2., Ísabellu keisaraynju, konu Friðriks 2. keisara, og Elinóru, sem fyrst giftist jarlinum af Pembroke og síðar Simon Montfort, jarli af Leicester.

Jóhann er sagður hafa verið mjög kvensamur og svo mikið er víst að hann átti fjölda óskilgetinna barna.

Heimildir


Fyrirrennari:
Ríkharður ljónshjarta
Konungur Englands
(1199 – 1216)
Eftirmaður:
Hinrik 3.
Fyrirrennari:
Ríkharður ljónshjarta
Hertogar af Normandí
(1199 – 1204 / 1216)
Eftirmaður:
Hinrik 3. / að nafninu til


Read other articles:

Частина з циклуМашинне навчаннята добування даних Парадигми Кероване навчання Некероване навчання Інтерактивне навчання Пакетне навчання Метанавчання Напівкероване навчання Самокероване навчання Навчання з підкріпленням Навчання на основі правил Квантове машинне н

 

Hutan pantai di Slovenia. Kehutanan adalah suatu praktik untuk membuat, mengelola, menggunakan dan melestarikan hutan untuk kepentingan manusia. Berdasarkan Undang-Undang Undang-Undang Republik Indonesia No 41 tahun 1999 tentang kehutanan, definisi kehutanan adalah sistem pengurusan yang bersangkut paut dengan hutan, kawasan hutan, dan hasil hutan yang diselenggarakan secara terpadu. Teori Kehutanan Menurut Simon (1998), perkembangan teori pengelolaan hutan dapat dikelompokkan ke dalam dua ka...

 

Персонаж South Park Толкін БлекСтать чоловічаКолір волосся чорнеВік 9Професія учень 4-го класуРелігія КатоликПерша згадка Картман і анальний зондОзвучення Едріен Бьорд Толкін “Token” Блек (Tolkien “Token” Black), іноді Токен Вільямс (Token Williams) — персонаж анімаційного серіалу «Півде

Este artículo o sección necesita ser wikificado, por favor, edítalo para que cumpla con las convenciones de estilo.Este aviso fue puesto el 8 de enero de 2017. El Preámbulo de la Carta de las Naciones Unidas es el inicio (preámbulo) de la Carta de las Naciones Unidas. Historia En un primer momento, Jan Smuts escribió las primeras líneas del Preámbulo, Las Altas Partes Contratantes, decididas a impedir que se reitere la lucha fratricida que por dos veces durante nuestra generación ha ...

 

Badminton contested at the 2007 Summer Universiade from August 7 to August 9 at the Thammasat University in Pathum Thani, Thailand. Men's and women's singles, men's, women's, and mixed doubles, and mixed team events was contested.[1] Medal summary Medal table   *   Host nation (Thailand)RankNationGoldSilverBronzeTotal1 Thailand*30582 China13483 Chinese Taipei13264 South Korea10015 Indonesia0011Totals (5 entries)661224 Events [2]...

 

القيادة القطرية لحزب البعث العربي الاشتراكي – قطر سوريا تاريخ التأسيس 1963  تعديل مصدري - تعديل   جزء من سلسلة مقالات سياسة سورياسوريا الدستور الدستور حقوق الإنسان السلطة التنفيذية رئيس الجمهورية (قائمة) بشار الأسد نائب رئيس الجمهورية (قائمة) نجاح العطار مجلس الوزراء ر�...

Вихор рос. Вихрьбіл. подвейвихорпол. wietrznicaБожество в слов'янська міфологіяЧастина від слов'янська міфологія Вихор над степом Ви́хор (рос. ви́хор, ви́хорь, ви́хорный, вихрово́й, ви́хрик; біл. подвей; пол. wietrznica) — у слов'янській міфології різновид нечистої сили, що здійма...

 

この記事は検証可能な参考文献や出典が全く示されていないか、不十分です。出典を追加して記事の信頼性向上にご協力ください。(このテンプレートの使い方)出典検索?: 山陽電鉄爆破事件 – ニュース · 書籍 · スカラー · CiNii · J-STAGE · NDL · dlib.jp · ジャパンサーチ · TWL(2015年10月) 山陽電鉄爆破事件 現在の山陽塩屋駅(...

 

Cet article est une ébauche concernant une unité ou formation militaire française. Vous pouvez partager vos connaissances en l’améliorant (comment ?) selon les recommandations des projets correspondants. 9e régiment de dragons Création 1673 Pays France Branche Armée de Terre Type régiment de dragons Devise Dieu aide au premier chrétien Inscriptionssur l’emblème Arcole 1796Marengo 1800Austerlitz 1805Eylau 1807Yser 1914L’Avre 1918Reims 1918Indochine 1945-1946 Anniversaire S...

American soccer player Phallon Tullis-Joyce Tullis-Joyce with OL Reign in May 2022Personal informationFull name Phallon Abaigeal Tullis-Joyce[1]Date of birth (1996-10-19) October 19, 1996 (age 27)Place of birth New York City, United StatesHeight 6 ft 0 in (1.83 m)Position(s) GoalkeeperTeam informationCurrent team Manchester UnitedNumber 91College careerYears Team Apps (Gls)2014–2018 Miami Hurricanes 62 (0)Senior career*Years Team Apps (Gls)2019–2021 Reims 41 (0...

 

2006 book by James Tabor This article's lead section may be too short to adequately summarize the key points. Please consider expanding the lead to provide an accessible overview of all important aspects of the article. (February 2012) The Jesus Dynasty: The Hidden History of Jesus, His Royal Family, and the Birth of Christianity AuthorJames TaborLanguageEnglishPublisherSimon & SchusterPublication dateApril 4, 2006Pages378ISBN978-0-7432-8723-4OCLC64487282Dewey Decimal232.9 22LC Class...

 

Elisabeth van Hessen-Darmstadt kan verwijzen naar: Elisabeth Amalia (1635-1809), dochter van Georg II van Hessen-Darmstadt en Sophia Eleonora van Saksen Elisabeth, dochter van Lodewijk IV van Hessen-Darmstadt en Alice van Saksen-Coburg en Gotha Elisabeth, dochter van Ernst Lodewijk van Hessen-Darmstadt en Victoria Melita van Saksen-Coburg en Gotha, nichtje van de vorige. Bekijk alle artikelen waarvan de titel begint met Elisabeth van Hessen-Darmstadt of met Elisabeth van Hessen-Darm...

1997 compilation album by various artistsDancemania 6Compilation album by various artistsReleasedJuly 16, 1997[1]GenreElectronic[1](Italo disco, Euro house, trance)[1]Length77:00[2]LabelEMI Music Japan[2]ProducerMasaaki Saito (executive producer)[3]Hiro Kadoma (producer)[3]Dancemania chronology 5(1997) Dancemania 6(1997) 7(1997) Dancemania 6 is the sixth set in the Dancemania series of dance music compilation albums, released in ...

 

Polish fencer Małgorzata WojtkowiakPersonal informationBorn (1982-01-30) 30 January 1982 (age 41)Poznań, PolandHeight1.69 m (5 ft 7 in)Weight63 kg (139 lb)SportSportFencingWeaponFoilHandright-handedNational coachPaweł KantorskiClubAZS-AWF PoznańHead coachPaweł KantorskiFIE rankingcurrent ranking Medal record Foil Representing  Poland World Championships 2003 Havana Team 2007 St Petersburg Team 2002 Lisbon Team 2004 New York Team European ...

 

Perawan Maria dan Yusuf mendaftarkan diri untuk sensus di hadapan gubernur Kirenius. Mosaik Bizantin di gereja Chora, Konstantinopel (Istanbul), 1315-1320. Kirenius atau nama Romawi lengkapnya Publius Sulpicius Quirinius (bahasa Yunani: Κυρήνιος Kyrenios atau Cyrenius; bahasa Inggris: Quirinius) (~51 SM - 21 M) adalah seorang bangsawan Romawi, yang menduduki sejumlah jabatan di pemerintahan Kekaisaran Romawi pada abad pertama sebelum Masehi sampai abad pertama sesudah Masehi. ...

For similarly named hospitals, see St. Vincent's Hospital. The topic of this article may not meet Wikipedia's notability guidelines for companies and organizations. Please help to demonstrate the notability of the topic by citing reliable secondary sources that are independent of the topic and provide significant coverage of it beyond a mere trivial mention. If notability cannot be shown, the article is likely to be merged, redirected, or deleted.Find sources: St. Vincent Hospital �...

 

هذه المقالة يتيمة إذ تصل إليها مقالات أخرى قليلة جدًا. فضلًا، ساعد بإضافة وصلة إليها في مقالات متعلقة بها. (أبريل 2019) ديك مان (بالإنجليزية: Dick Mann)‏  معلومات شخصية الميلاد 13 يونيو 1934  سولت ليك سيتي  تاريخ الوفاة 26 أبريل 2021 (86 سنة) [1]  الجنسية الولايات المتحدة  ال...

 

«Галактичний гончар» Автор Філіп ДікМова англійськаЖанр наукова фантастикаВидавництво Berkley BooksВидано 1969 Галактичний гончар (англ. Galactic Pot-Healer) — науково-фантастичний роман американського письменника Філіпа Діка. Твір був написаний 1968 року, а наступного — вперше о�...

2023 documentary film 20 Days in MariupolTheatrical release posterUkrainian20 днів у Маріуполі Directed byMstyslav ChernovWritten byMstyslav ChernovProduced byRaney Aronson-Rath Mstyslav Chernov Derl McCrudden Michelle MiznerCinematographyMstyslav Chernov Evgeniy MaloletkaEdited byMichelle MiznerMusic byJordan DykstraProductioncompanies Associated Press PBS Frontline Distributed byPBS DistributionRelease date 20 January 2023 (2023-01-20)[1] Running time94 ...

 

Canadian software companyElement AITypePrivateIndustryArtificial intelligenceFoundedOctober 2016; 7 years ago (2016-10)HeadquartersMontreal, CanadaParentServiceNowWebsitewww.elementai.com Element AI was an artificial intelligence company based in Montreal, Quebec.[1][2] It was funded by the Government of Canada for CAD$5 million,[3] and raised US$102 million independently,[4][5][6][7] before being acquired by Servi...

 
Kembali kehalaman sebelumnya