Magnús Gissurarson (d. 14. ágúst 1237) var biskup í Skálholti frá 1216. Hann var af ætt Haukdæla, sonur Gissurar Hallssonar og bróðir Þorvaldar Gissurarsonar.
Magnús var í fóstri hjá Þorláki helga og var tilnefndur til Hólabiskups móti Guðmundi Arasyni en náði ekki kjöri. Teitur Bersason systursonur hans var kjörinn til biskups í Skálholti 1214 en dó áður en hann var vígður og var Magnús þá kjörinn í hans stað. Synir hans voru Hjalti og Gissur.