Nýja England (New England) er svæði á norðausturhorni Bandaríkjanna sem afmarkast af Atlantshafi, Kanada og New York-fylki. Fylki Nýja Englands eru sex talsins; Maine, New Hampshire, Vermont, Massachusetts, Rhode Island, og Connecticut.