Reykjavík, besta borgin eða einfaldlega kölluð besta borgin er íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2022. Hann bauð fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2022. Flokkurinn hlaut einungis 0,2%. Gunnar Hjörtur Gunnarsson var oddviti í Reykjavík. Flokkurinn barðist helst fyrir að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni.
Kosningabarátta flokksins gekk ekki áfallalaust fyrir sig en listinn rann útaf tíma þegar skila átti inn framboðinu en fengu á endanum að taka þátt. Mikla athygli vakti að fréttastofa Ríkisútvarpsins tók atkvikið upp og sýndi í kvöldfréttunum. Í 23. sæti á listanum var Birgitta Jónsdóttir, stofnandi Pírata en hún sagði frá því að hún vissi ekki að hún hafi verið á listanum og sagði að það var ekki gert með samþykki, komst í ljós að einhver hafði falsað undirskrift Birgittu. Málið hafði samt engin áhrif á þáttöku flokksins í kosningunum.