Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Reykjavík, besta borgin

Reykjavík, besta borgin eða einfaldlega kölluð besta borgin er íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2022. Hann bauð fyrst fram í borgarstjórnarkosningunum árið 2022. Flokkurinn hlaut einungis 0,2%. Gunnar Hjörtur Gunnarsson var oddviti í Reykjavík. Flokkurinn barðist helst fyrir að koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni.

Kosningabarátta flokksins gekk ekki áfallalaust fyrir sig en listinn rann útaf tíma þegar skila átti inn framboðinu en fengu á endanum að taka þátt. Mikla athygli vakti að fréttastofa Ríkisútvarpsins tók atkvikið upp og sýndi í kvöldfréttunum. Í 23. sæti á listanum var Birgitta Jónsdóttir, stofnandi Pírata en hún sagði frá því að hún vissi ekki að hún hafi verið á listanum og sagði að það var ekki gert með samþykki, komst í ljós að einhver hafði falsað undirskrift Birgittu. Málið hafði samt engin áhrif á þáttöku flokksins í kosningunum.

Kembali kehalaman sebelumnya