Sóknarkirkjan í Stuttgart (Stiftskirche) er aðalkirkjan í borginni Stuttgart. Hún er með tvo mismunandi turna og er þannig eitt aðalkennileiti borgarinnar.
Saga sóknarkirkjunnar
Elstu hlutar kirkjunnar eru frá 10. eða 11. öld og er hér um grunn kórsins að ræða. Um miðja 13. öld var kirkjan öll stækkuð í rómönskum stíl og var þá reistur einn turn. Ráðgert hafði verið að hafa turnana tvo, en úr því varð ekki að sinni. Á 14. öld var kórinn stækkaður, turni bætt við (norðurturninn) og suðurturninn hækkaður. Turnarnir voru hins vegar ólíkir, sem gaf kirkjunni á miðöldum sérkennilegt útlit. Á 16. öld var kirkjan enn stækkuð, en að þessu sinni í gotneskum stíl. Nokkur hliðarkapellur voru þá innréttaðar. Þegar siðaskiptin gengu í garð var framkvæmdum hætt. Suðurturninn (hærri turninn) var þá orðinn 61 metra hár.
Þegar heimstyrjöldin síðari skall á var ákveðið að taka niður öll listaverk kirkjunnar og flytja annað af ótta við eyðileggingu í loftárásum. 1944 stórskemmdist kirkjan í loftárásum og stóð í rústum í nokkur ár. Á 6. áratugnum var hafist handa við að endurgera kirkjuna í einfaldri mynd. Við það verður kirkjuskipið aðeins eitt, en þau voru þrjú áður.
Grahhvelfing
Sóknarkirkjan er einnig grafarkirkja greifanna og hertoganna í Württemberg. Ulrich I greifi og eiginkona hans Agnes eru þau fyrstu sem lögð voru til hvíldar í kirkjunni snemma á 14. öld. Síðan þá hafa rúmlega 100 einstaklingar tengdir furstaættunum verið lagðir til hvíldar í grafhelfingu kirkjunnar.
Kristniboðsdyrnar
Eitt mest áberandi listaverk kirkjunnar eru Kristniboðsdyrnar. Þær voru áður hluti af Postulahliðinu sem nú er horfið. Dyrnar voru teknar niður í upphafi heimstyrjaldarinnar síðari og geymdar á öruggari stað. Þegar kirkjan varð fyrir loftárásum, eyðilagðist Postulahliðið að öllu leyti. Eftir endurreisn kirkjunnar voru Kristniboðsdyrnar settar á aftur, en á öðrum stað. Dyrnar eru gerðar úr tveimur stórum málmhurðum með myndefni úr Postulasögunni.
Myndasafn
Hjónagrafreitur Ulrichs I greifa og Agnesar eiginkonu hans